Endurnýjun áhalda og búnaðar í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012090204

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 116. fundur - 20.09.2012

Óskir forstöðumanna íþróttamannvirkja um viðhald og endurnýjun áhalda og búnaðar í mannvirkjunum kynntar.

Íþróttaráð óskar eftir að Fasteignir Akureyrarbæjar komi að kostnaði við viðhald og endurnýjun áhalda og búnaðar í íþróttamannvirkjum bæjarins þar sem við á. Forstöðumanni íþróttamála falið að koma tillögum og óskum um viðhald og endurnýjun áhalda og búnaðar til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.

Íþróttaráð - 134. fundur - 20.06.2013

Tillögur forstöðumanna íþróttamannvirkja um endurnýjun og viðhald áhalda og búnaðar kynntar.

Íþróttaráð forgangsraðar og samþykkir tillögur forstöðumanna íþróttamannvirkja um endurnýjun og viðhald áhalda og búnaðar. Íþróttaráð vísar tillögunum til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og óskar eftir að Fasteignir Akureyrarbæjar komi að kostnaði við viðhald og endurnýjun áhalda og búnaðar í íþróttamannvirkjum bæjarins.

Íþróttaráð - 149. fundur - 10.04.2014

Endurskoðun og umræður um tillögur forstöðumanna íþróttamannvirkja um endurnýjun og viðhald áhalda og búnaðar frá síðasta ári með tilliti til aðkomu stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar árið 2014.
Lagt fram til kynningar.

Íþróttaráð - 150. fundur - 08.05.2014

Endurskoðun og umræður um tillögur forstöðumanna íþróttamannvirkja um endurnýjun og viðhald áhalda og búnaðar frá síðasta ári með tilliti til aðkomu stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar árið 2014.

Íþróttaráð forgangsraðar og samþykkir tillögur forstöðumanna íþróttamannvirkja um endurnýjun og viðhald áhalda og búnaðar.

Íþróttaráð vísar tillögunum til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og óskar eftir að Fasteignir Akureyrarbæjar komi að kostnaði við viðhald og endurnýjun áhalda og búnaðar í íþróttamannvirkjum bæjarins.

Íþróttaráð - 166. fundur - 09.04.2015

Lagðar fram tillögur um endurnýjun aðstöðu í íþróttamannvirkjum bæjarins með tilliti til Unglingalandsmóts UMFÍ 2015.
Íþróttaráð samþykkir tillögurnar og vísar þeim til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og óskar eftir að Fasteignir Akureyrarbæjar komi að kostnaði við viðhald og endurnýjun aðstöðu í íþróttamannvirkjum bæjarins.

Frístundaráð - 6. fundur - 06.04.2017

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir dagskrárliðum 1 - 7.
Forstöðumaður íþróttamála lagði fram tillögu vegna búnaðarkaupa fyrir endurbætta lóð Sundlaugar Akureyrar.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir kr. 12.000.000 úr áhalda- og búnaðasjóði umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar til að útbúa leiksvæði á nýju og endurbættu sundlaugarsvæði.
Jónas Björgvin Sigurbergsson mætti á fundinn kl. 14:15.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 8. fundur - 07.04.2017

Tekin fyrir beiðni frá frístundarráði um aðkomu að búnaðarkaupum fyrir leiksvæði í garði Sundlaugar Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir búnaðarkaup að upphæð 12 milljónir króna.