Frjálsíþróttasamband Íslands - beiðni um stuðning við kaup á rafmagnstímatökutækjum o.fl.

Málsnúmer 2013060115

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 134. fundur - 20.06.2013

Erindi dags. 7. júní 2013 frá Jónasi Egilssyni framkvæmdarstjóra Frjálsíþóttasambands Íslands þar sem óskað er eftir stuðningi við kaup á rafmagnstímatökubúnaði og öðru því sem nauðsynlegt er til að halda mót sem uppfyllir bæði alþjóðlegar kröfur og skilyrði til að staðfesta árangur á alþjóðlega vísu.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

Íþróttaráð - 148. fundur - 27.03.2014

Erindi dags. 13. mars 2014 frá Ungmennafélagi Akureyrar þar sem ítrekuð er beiðni Frjálsíþróttasambands Íslands og UFA með stuðningi félaga FRÍ, um þátttöku Akureyrarbæjar í kaupum á búnaði til tvöföldunar tímatöku fyrir keppni í Meistaramótum Íslands í frjálsíþróttum. Ungmennafélag Akureyrar óskar eftir að Akureyrarbær taki þátt í kostnaði skv. tillögu FRÍ. Erindið var áður á dagskrá íþróttaráðs 20. júní 2013.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar 2014. Íþróttaráð styður við íþróttafélög og einstaklinga í bæjarfélaginu.

Íþróttaráð leggur til að umræddur búnaður verði í eigu sérsambandsins.

Íþróttaráð - 149. fundur - 10.04.2014

Lagt fram til kynningar svar frá Jónasi Egilssyni framkvæmdastjóra Frjálsíþróttasambands Íslands, dags. 28. mars sl., við afgreiðslu íþróttaráðs 28. mars sl. á erindi frá FRÍ og UFA. Í svari Jónasar segir m.a. að í kjölfar niðurstöðu íþróttaráðs þurfi FRÍ að endurskoða mótahald á Akureyri og ljóst að ekki verður hægt að nýta völlinn í bænum undir alþjóðleg- og meistaramót að óbreyttu.

Akureyrarbær vekur athygli á að bærinn hefur byggt upp góða aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir á undanförnum árum. Meðal annars með því að bjóða upp á fullkominn tímatökubúnað. Aðstaðan er að mati íþróttaráðs með þeim betri á landinu. Íþróttaráð harmar því svar framkvæmdastjóra Frjálsíþróttasambands Íslands um að endurskoða þurfi mótahald á vegum FRÍ á vellinum vegna þess að til staðar þurfi að vera tvö sett að tímatökubúnaði. Ráðið er enn þeirrar skoðunar að viðbótar tímatökubúnaður sem nota þarf á stærstu mótum eigi ekki að vera fjármagnaður af sveitarfélögum í landinu enda hafi þau fjárfest í grunnbúnaði sem þarf til að nýta þá aðstöðu sem til er.