Kvenna/jafnréttisstyrkir íþróttaráðs

Málsnúmer 2014040042

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 149. fundur - 10.04.2014

Drög að viðmiðum og vinnureglum vegna kvenna/jafnréttisstyrkja lögð fram til kynningar og umræðu.

Íþróttaráð - 150. fundur - 08.05.2014

Drög að viðmiðum og vinnureglum vegna kvenna/jafnréttisstyrkja lögð fram til umræðu.

Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að vinna drögin áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Íþróttaráð - 151. fundur - 22.05.2014

Drög að viðmiðum og vinnureglum vegna kvenna/jafnréttisstyrkja lögð fram til framhaldsumræðu frá síðasta fundi íþróttaráðs.

Íþróttaráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og felur forstöðumanni íþróttamála að klára viðmiðin og vinnureglurnar.

Íþróttaráð - 152. fundur - 10.07.2014

Erindi dags. 7. júlí 2014 frá forstöðumanni íþróttamála varðandi fjármagn til styrkveitinga.

Íþróttaráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni fyrir sitt leyti og óskar eftir samþykki bæjarráðs fyrir aukinni fjárveitingu sem nemur kr. 3.800.000 á þessu fjárhagsári.

Bæjarráð - 3421. fundur - 31.07.2014

5. liður í fundargerð íþróttaráðs dagsett 10. júlí 2014:
Erindi dagsett 7. júlí 2014 frá forstöðumanni íþróttamála varðandi fjármagn til styrkveitinga.
Íþróttaráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni fyrir sitt leyti og óskar eftir samþykki bæjarráðs fyrir aukinni fjárveitingu sem nemur kr. 3.800.000 á þessu fjárhagsári.

Bæjarráð samþykkir beiðni íþróttaráðs og felur íþróttaráði að ganga frá viðmiðunum og reglum um íþróttastyrki og leggja fyrir bæjarráð.

Íþróttaráð - 155. fundur - 04.09.2014

Erindi dagsett 31. ágúst 2014 frá Stefáni Vilberg Leifssyni formanni körfuknattleiksdeilar Þórs þar sem óskað er eftir styrk og undanþágu á viðmiðum íþróttaráðs vegna afgreiðslu jafnréttisstyrkja.
Árni Óðinsson S-lista vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Íþróttaráð samþykkir að veita körfuknattleiksdeild Þórs 250.000 kr. styrk til reksturs kvennadeildar.

Íþróttaráð - 176. fundur - 15.10.2015

Lögð fram til kynningar úthlutun jafnréttis-/kvennastyrkja 2015.

Íþróttaráð - 176. fundur - 15.10.2015

Erindi ódagsett frá Stefáni Vilberg Leifssyni formanni körfuknattleiksdeilar Þórs þar sem óskað er eftir styrk og undanþágu á viðmiðum íþróttaráðs vegna afgreiðslu jafnréttisstyrkja.
Íþróttaráð frestar erinindinu til næsta fundar.

Íþróttaráð - 177. fundur - 22.10.2015

Erindi ódagsett frá Stefáni Vilberg Leifssyni formanni körfuknattleiksdeilar Þórs þar sem óskað er eftir styrk og undanþágu á viðmiðum íþróttaráðs vegna afgreiðslu jafnréttisstyrkja. Erindinu var frestað á síðasta fundi íþróttaráðs.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

Íþróttaráð - 197. fundur - 06.10.2016

Lagt fram til kynningar minnisblað framkvæmdarstjóra vegna úthlutunar kvenna-/jafnréttisstyks íþróttaráðs árið 2016.

Frístundaráð - 14. fundur - 28.09.2017

Lagt fram til kynningar minnisblað deildarstjóra íþróttamála vegna úthlutunar kvenna-/jafnréttisstyks frístundaráðs árið 2017.

Frístundaráð - 101. fundur - 12.10.2021

Erindi dagsett 5. október 2021 frá Geir Kristni Aðalsteinssyni formanni f.h. stjórnar ÍBA þar sem ÍBA óskað er eftir 500.000 kr. viðbótarframlagi til kvenna/jafnréttisstyrkja frá frístundaráði vegna kvennakörfuboltans hjá Þór. Stjórn ÍBA telur einnig nauðsynlegt að taka reglurnar til efnislegrar endurskoðunar og ræða hvort tímabært sé að breyta þeim viðmiðum sem fram koma í reglunum.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Frístundaráð samþykkir erindi ÍBA um að styrkja körfuknattleiksdeild Þórs um kr. 500.000 vegna kvennaliðsins.

Jafnframt samþykkir ráðið að reglur um kvenna/jafnréttisstyrki verði uppfærðar.

Viðar Valdimarsson M-lista situr hjá við afgreiðslu máls.