Tennissamband Íslands - umsókn um styrk til uppbyggingar aðstöðu fyrir tennis

Málsnúmer 2014030276

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 149. fundur - 10.04.2014

Umsókn frá Tennissambandi Íslands og Knattspyrnufélagi Akureyrar dags. 15. mars sl. um styrk til uppbyggingar aðstöðu fyrir tennis á Akureyri. Sótt um styrk að upphæð kr. 150.000 fyrir námskeið og kynningu.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

Íþróttaráð - 153. fundur - 14.08.2014

Erindi dagsett 8. júlí 2014 frá ÍBA fyrir hönd tennis- og badmintondeildar KA þar sem óskað er eftir styrk til búnaðarkaupa og vallarmerkingar.
Þóra Leifsdóttir framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 175.000 til tennisbúnaðarkaupa.

Íþróttaráð óskar eftir því að Fasteignir Akureyrarbæjar merki tennisvöll í íþróttasal Lundarskóla í samráði við tennis- og badmintondeild KA.