Bílaklúbbur Akureyrar - Umsókn um notkun á fjölnotahúsinu Boganum.

Málsnúmer 2013040200

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 131. fundur - 02.05.2013

Erindi dags. 18. apríl 2013 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem sótt er um leyfi til notkunar á Boganum þann 17. júní 2013 til að halda hina árlegu bílasýningu félagsins.

Íþróttaráð felur formanni og forstöðumanni íþróttamála/framkvæmdastjóra að funda með fulltrúum Bílaklúbbs Akureyrar, Íþróttafélagsins Þórs og heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra áður en ákvörðun verður tekin.

Íþróttaráð - 132. fundur - 16.05.2013

Verklýsing frá Einari Gunnlaugssyni, Jóni Rúnari Rafnssyni og Sigurði Ágústssyni f.h. B.A. vegna Bílasýningar í Boganum lögð fram.

Íþróttaráð samþykkir umsókn Bílaklúbbs Akureyrar um afnot af Boganum í tilefni Bílasýningar 17. júní nk.  Bílaklúbbur Akureyrar skal fylgja eftir verklýsingu og hafa fullt samráð við umsjónarmann Bogans.  Bílaklúbbur Akureyrar annast þvott á gervigrasi eftir sýninguna.

Árni Óðinsson S-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Íþróttaráð - 149. fundur - 10.04.2014

Erindi dags. 4. apríl 2014 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem sótt er um leyfi til notkunar á Boganum þann 17. júní 2014 til að halda hina árlegu bílasýningu félagsins.

Íþróttaráð samþykkir umsókn Bílaklúbbs Akureyrar um afnot af Boganum í tilefni Bílasýningar 17. júní nk. Bílaklúbbur Akureyrar skal fylgja eftir verklýsingu og hafa fullt samráð við umsjónarmann Bogans. Bílaklúbbur Akureyrar annast þvott á gervigrasi eftir sýninguna.

Íþróttaráð - 165. fundur - 19.03.2015

Erindi dagsett 10. mars 2015 frá Einari Gunnlaugssyni formanni BA þar sem félagið óskar eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu 17. júní nk.
Íþróttaráð samþykkir umsókn Bílaklúbbs Akureyrar um afnot af Boganum í tilefni bílasýningar 17. júní nk. Bílaklúbbur Akureyrar skal fylgja eftir verklýsingu og hafa fullt samráð við umsjónarmann Bogans. Bílaklúbbur Akureyrar annast þvott á gervigrasi eftir sýninguna.

Íþróttaráð - 189. fundur - 07.04.2016

Erindi dagsett 18. mars 2016 frá Einari Gunnlaugssyni formanni BA þar sem félagið óskar eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu 17. júní nk.
Íþóttaráð samþykkir umsókn Bílaklúbbs Akureyrar um afnot af Boganum í tilefni bílasýningar 17. júní nk.

Bílaklúbbur Akureyrar skal fylgja eftir verklýsingu og hafa fullt samráð við umsjónarmann Bogans.

Vegna endurnýjunar á gervigrasi í Boganum vill íþróttaráð koma á framfæri við Bílaklúbb Akureyrar að mögulega þarf að leita nýrra leiða varðandi aðstöðu fyrir bílasýninguna frá og með næsta ári.

Frístundaráð - 7. fundur - 27.04.2017

Erindi dagsett 16. apríl 2017 frá Einari Gunnlaugssyni formanni BA þar sem félagið óskar eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu 17. júní nk.
Frístundaráð samþykkir umsókn Bílaklúbbs Akureyrar um afnot af Boganum í tilefni bílasýningar 17. júní nk.

Bílaklúbbur Akureyrar skal fylgja eftir verklýsingu og hafa fullt samráð við umsjónarmann Bogans.

Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að kanna með kostnað við að kaupa gólfplötur sem lagðar verða yfir gervigrasið sem lið í því að auka nýtingu hússins og meiri fjölbreytileika í starfseminni.

Frístundaráð - 30. fundur - 26.04.2018

Erindi dagsett 16. apríl 2018 frá Einari Gunnlaugssyni formanni BA þar sem félagið óskar eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu 17. júní nk.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir umsókn Bílaklúbbs Akureyrar um afnot af Boganum í tilefni bílasýningar 17. júní nk. gegn því að að gervigrasið verði varið að fullu og jafnframt verði haft fullt samráð við umsjónarmann Bogans og deildarstjóra íþróttamála um framkvæmd sýningarinnar.

Frístundaráð beinir þeim tilmælum til BA að til framtíðar verði reynt að finna sýningunni annan stað.

Frístundaráð - 51. fundur - 06.03.2019

Erindi dagsett 24. febrúar 2019 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu félagsins 17. júní nk.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að heimila bílaklúbbnum afnot af Boganum fyrir árlega bílasýningu þann 17. júní 2019.

Frístundaráð - 73. fundur - 04.03.2020

Erindi dagsett 23. febrúar 2020 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu félagsins 17. júní nk.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir beiðni Bílaklúbbsins en óskar eftir að verklagsreglur verði uppfærðar og að heilbrigðiseftirlitið framkvæmi mælingar á loftgæðum í tengslum við sýninguna.

Frístundaráð - 93. fundur - 14.04.2021

Erindi dagsett 4. apríl 2021 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu félagsins 17. júní nk.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að heimila notkun á Boganum undir árlega bílasýningu.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 6. fundur - 21.03.2022

Erindi dagsett 14. mars 2022 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu félagsins 17. júní nk.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda, Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Einar Gunnlaugsson formaður Bílaklúbbs Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.
Frestað til næsta fundar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 8. fundur - 25.04.2022

Erindi dagsett 14. mars 2022 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu félagsins 17. júní nk.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir beiðni Bílaklúbbs Akureyrar um afnot af Boganum fyrir bílasýningu félagsins þann 17. júní næstkomandi.


Meirihluti fræðslu- og lýðheilsuraðs leggur til að þetta verði í síðasta sinn sem bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar verði haldin á gervigrasinu í Boganum, nema ásættanleg lausn fáist til að verja gervigrasið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að hefja viðræður við Bílaklúbb Akureyrar um staðsetningu sýningarinnar 2023.


Viðar Valdimarsson M-lista óskar eftir að bóka: Ég samþykki beiðni Bílaklúbbs Akureyrar um að fá afnot af Boganum fyrir bílasýningu félagsins þann 17. júní næstkomandi og vil að fræðslu- og lýðheilsuráð feli sviðsstjóra að hefja viðræður við Bílaklúbb Akureyrar um staðsetningu sýningarinnar 2023. Akureyrarbær hefur engin gögn sem sýna að bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar hafi neikvæð áhrif á gervigras Bogans.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 24. fundur - 30.01.2023

Erindi dagsett 29. janúar 2023 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu félagsins 17. júní nk.

Reimar Helgason framkvæmdastjóri Þórs sat fundinn undir umræðum í þessum lið.

Áheyrnarfulltrúi: Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindið og heimilar notkun á Boganum undir bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar 2023.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 46. fundur - 12.02.2024

Erindi dagsett 4. febrúar 2024 frá Einari Gunnlaugssyni formanni Bílaklúbbs Akureyrar þar sem óskað er eftir afnotum af Boganum fyrir árlega bílasýningu félagsins 17. júní nk.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindið og heimilar notkun á Boganum undir bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar 2024.