Nökkvi félag siglingarmanna á Akureyri - uppbyggingarsamningur 2014-2018

Málsnúmer 2014010269

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 149. fundur - 10.04.2014

Drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við Nökkva félag siglingarmanna á Akureyri lögð fram.

Íþróttaráð samþykkir drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við Nökkva og vísar honum til bæjarráðs.

Þorvaldur Sigurðsson L-lista vék af fundi kl. 15:59.

Framkvæmdaráð - 285. fundur - 09.05.2014

Lögð fram til kynningar drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi.

Bæjarráð - 3413. fundur - 15.05.2014

12. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 10. apríl 2014:
Drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við Nökkva félag siglingamanna á Akureyri lögð fram.
Íþróttaráð samþykkir drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við Nökkva og vísar honum til bæjarráðs.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar og Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Bæjarráð - 3414. fundur - 22.05.2014

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 15. maí sl.
12. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 10. apríl 2014:
Drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við Nökkva félag siglingamanna á Akureyri lögð fram.
Íþróttaráð samþykkir drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við Nökkva og vísar honum til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir samninginn með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

Íþróttaráð - 158. fundur - 16.10.2014

Samkvæmt 5. gr. uppbyggingarsamnings milli Akureyrarbæjar og Nökkva skal félagið skipa 5 manna verkefnislið vegna framkvæmdanna. Í verkefnaliðinu skulu vera þrír fulltrúar frá Nökkva og tveir fulltrúar frá Akureyrarbæ, einn frá framkvæmdadeild og einn frá samfélags- og mannréttindadeild.
Nökkvi hefur nú óskað eftir fulltrúa frá samfélags- og mannréttindadeild í verkefnislið framkvæmdanna.

Íþróttaráð tilnefnir Árna Óðinsson sem fulltrúa samfélags- og mannréttindadeildar í verkefnalið Nökkva.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 251. fundur - 31.10.2014

Skipun nefndarmanns í verkefnislið skv. 5. gr. uppbyggingar- og framkvæmdasamnings dagsettur 28. maí 2014 við Nökkva félag siglingamanna á Akureyri.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Njál Trausta Friðbertsson D-lista í verkefnisliðið.

Íþróttaráð - 191. fundur - 19.05.2016

Umræður um samninginn og nýlegur viðauki kynntur.
Íþróttaráð óskar eftir áliti frá skipulagsdeild Akureyrarbæjar á því hvernig húsnæði skuli rísa á félagssvæði Nökkva.

Íþróttaráð - 194. fundur - 11.08.2016

Erindi dagsett 11. ágúst 2016 frá Rúnari Þór Björnssyni formanni Nökkva þar sem óskað er eftir heimild til að kaupa fjóra nýja tveggja manna seglbáta í ár sem voru áætlaðir til innkaupa skamkvæmt uppbyggingarsamningi árið 2018.
Íþróttaráð samþykkir erindið og felur forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.

Frístundaráð - 6. fundur - 06.04.2017

Skipa þarf fulltrúa nýs frístundaráðs í verkefnalið framkvæmdanna á félagssvæði Nökkva.
Frístundaráð samþykkir að skipa Óskar Inga Sigurðsson B-lista sem fulltrúa ráðsins.

Frístundaráð - 7. fundur - 27.04.2017

Erindi dagsett 5. apríl 2017 frá Rúnari Þór Björnssyni formanni Nökkva þar sem skorað er á frístundaráð að leita allra leiða til að finna fjármagn til að klára uppbyggingu Nökkva sem fyrst. Einnig er óskað eftir að félaginu verði veitt heimild til að kaupa nýjan björgunarbát sem var áætlaður til innkaupa samkvæmt uppbyggingarsamningi árið 2018.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri UMSA mætti á fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að kalla eftir frekari upplýsingum um málið í ljósi umræðna á fundinum.

Frístundaráð - 8. fundur - 19.05.2017

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 5. apríl 2017 frá Rúnari Þór Björnssyni formanni Nökkva þar sem óskað er eftir að félaginu verði veitt heimild til að kaupa nýjan björgunarbát sem var áætlaður til innkaupa samkvæmt uppbyggingarsamningi árið 2018.

Málið var á áður á dagskrá ráðsins 27. apríl 2017.
Frístundaráð samþykkir að heimila Nökkva félagi siglingamanna að kaupa nýjan björgunarbát. Fjármagn verður tekið af greiðslu samkvæmt uppbyggingarsamningi fyrir árið 2018. Jafnframt felur frístundaráð deildarstjóra íþróttamála að gera viðaukasamning við Nökkva vegna þessarar samþykktar.

Frístundaráð - 50. fundur - 20.02.2019

Erindi frá Rúnari Þór Björnssyni formanni Nökkva siglingafélags á Akureyri þar sem óskað er eftir heimild til að kaupa átta nýja eins til tveggja manna báta í ár fyrir eftirstöðvar uppbyggingarsamnings frá 2014.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundin undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir með atkvæðum Hildar Bettyjar Kristjánsdóttur L-lista, Arnars Þórs Jóhannessonar S-lista og Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista að styrkja Siglingaklúbbinn Nökkva að hámarki um 4,5 milljónir króna til bátakaupa. Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista situr hjá. Viðar Valdimarsson M-lista greiðir atkvæði á móti.

Frístundaráð - 52. fundur - 20.03.2019

Erindi dagsett 12. mars 2019 frá Helga Bragasyni framkvæmdastjóra ÍBA þar sem stjórn ÍBA óskar eftir greinargóðum svörum um hver staða samningsins sé og hvað forystumenn Akureyrarbæjar leggja til að næstu skref verði gerð við áframhaldandi uppbyggingu á bættri aðstöðu Siglingaklúbbsins Nökkva til framtíðar.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að kalla eftir upplýsingum frá umhverfis- og mannvirkjasviði um hver staða er á framkvæmdum við siglingasvæðið. Jafnframt telur ráðið að umræða um uppbyggingu á svæðinu fari fram í stýrihópi um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja.

Frístundaráð - 54. fundur - 11.04.2019

Á fundi ráðsins það 20. mars sl. var tekið fyrir erindi frá ÍBA þar sem óskað var eftir greinargóðum svörum um hver staða samningsins sé og hvað forystumenn Akureyrarbæjar leggja til að næstu skref verði við áframhaldandi uppbyggingu á bættri aðstöðu Siglingaklúbbsins Nökkva til framtíðar.

Deildarstjóra íþróttamála var falið að kalla eftir upplýsingum og lagði hann fram drög að svari til ÍBA.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð felur deildarstjóra að senda svarið til stjórnar ÍBA.

Frístundaráð - 59. fundur - 14.08.2019

Rúnar Þór Björnsson formaður Siglingaklúbbsins Nökkva og Tryggvi Heimisson mættu á fundinn og kynntu fyrirhugaðar framkvæmdir og fyrirætlanir klúbbsins með nýja siglinga- og sjósportsmiðstöð við Pollinn.
Frístundaráð þakkar Rúnari og Tryggva fyrir kynninguna.