Hjólað í vinnuna 2014

Málsnúmer 2014040044

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 149. fundur - 10.04.2014

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um vinnustaðarkeppnina Hjólað í vinnuna á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands sem fer fram 7.- 27. maí nk.

Íþróttaráð fagnar átakinu Hjólað í vinnuna og að almenn þátttaka hafi verið að aukast á undanförnum árum. Íþróttaráð hvetur fyrirtæki og einstaklinga á Akureyri til þátttöku í verkefninu og taka þannig þátt í að auka almenna lýðheilsu Akureyringa. Íþróttaráð hyggst veita viðurkenningar til þeirra vinnustaða Akureyrarbæjar sem standa sig best.

Íþróttaráð - 152. fundur - 10.07.2014

Á fundi sínum 10. apríl 2014 samþykkti íþróttaráð að veita viðurkenningar til þeirra vinnustaða Akureyrarbæjar sem stæðu sig best í átakinu Hjólað í vinnuna.

Frestað til næsta fundar.

Íþróttaráð - 153. fundur - 14.08.2014

Á fundi sínum 10. apríl 2014 samþykkti íþróttaráð að veita viðurkenningar til þeirra vinnustaða Akureyrarbæjar sem stæðu sig best í átakinu Hjólað í vinnuna. Erindinu var frestað á síðasta fundi íþróttaráðs þann 10. júlí sl.

Íþróttaráð fagnar góðri þátttöku Akureyringa í átakinu.

Íþróttaráð hyggst veita Síðuskóla og Lundarskóla viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í átakinu Hjólað í vinnuna 2014.

Íþróttaráð - 166. fundur - 09.04.2015

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um vinnustaðakeppnina "Hjólað í vinnuna" á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands sem fer fram 6.- 26. maí næstkomandi.
Íþróttaráð fagnar átakinu "Hjólað í vinnuna" og að almenn þátttaka hafi verið að aukast á undanförnum árum. Íþróttaráð hvetur fyrirtæki og einstaklinga á Akureyri til þátttöku í verkefninu og taka þannig þátt í að auka almenna lýðheilsu Akureyringa. Íþróttaráð hyggst veita viðurkenningar til þeirra vinnustaða Akureyrarbæjar sem standa sig best.

Íþróttaráð - 169. fundur - 04.06.2015

Á fundi sínum 9. apríl 2015 samþykkti íþróttaráð að veita viðurkenningar til þeirra vinnustaða Akureyrarbæjar sem stæðu sig best í átakinu Hjólað í vinnuna.
Íþróttaráð fagnar góðri þátttöku Akureyringa í átakinu.
Íþróttaráð hyggst veita Lundarskóla, Síðuskóla og Heilsuleikskólanum Krógabóli viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur í átakinu Hjólað í vinnuna 2015.

Íþróttaráð - 190. fundur - 18.04.2016

Umræður og kynning um vinnustaðakeppnina 'Hjólað í vinnuna' á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands sem fer fram 4.- 24. maí næstkomandi.
Íþróttaráð óskar eftir að Heilsuráð Akureyrarbæjar annist verkefnið "Hjólað í vinnuna".