Íþróttadeild - endurnýjun gólfþvottavéla í Íþróttahúsi Síðuskóla og Íþróttahöllinni

Málsnúmer 2020110083

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 85. fundur - 18.11.2020

Forstöðumaður íþróttamála lagði fram tillögu að endurnýjun búnaðar í Íþróttahöllinni og Íþróttahúsi Síðuskóla.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að endurnýjaðar verði gólfþvottavélar í Íþróttahöllinni og Íþróttahúsi Síðuskóla að upphæð 4,4 m.kr. úr áhalda- og búnaðarsjóði UMSA.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 90. fundur - 27.11.2020

Tekin fyrir ósk frístundaráðs um endurnýjun á gólfþvottavélum í Íþróttahöllina og Íþróttahús Síðuskóla að upphæð 4,4 m.kr. úr áhalda- og búnaðarsjóði UMSA.
Umhvefis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðnina og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram.