Íþróttahreyfingin og COVID-19

Málsnúmer 2020040054

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 75. fundur - 08.04.2020

Erindi dagsett 1. apríl 2020 frá Lárusi L. Blöndal forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þar sem sveitarfélög eru meðal annars hvött til að eiga samtöl við sín félög og fylgjast með því hvernig mál þróast og styðja við félögin í gegnum þau vandamál sem kunna að vera fram undan.

Ellert Örn Erlingsson deildarstjóri íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 77. fundur - 10.06.2020

Lögð fram til kynningar úthlutun fjármags frá ÍSÍ til íþróttahreyfingarinnar á Akureyri vegna COVID-19.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 85. fundur - 18.11.2020

Lagt fram minnisblað forstöðumanns íþróttamála um áhrif COVID-19 á rekstur og stöðu íþróttahreyfingarinnar á Akureyri.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð lýsir yfir áhyggjum af því að COVID-ástandið muni hafa þau áhrif að brottfall úr íþróttum muni aukast og hvetur íþróttahreyfinguna til að skoða með hvaða hætti hægt verður að bregðast við því. Frístundaráð óskar eftir því við ÍBA að ráðið verði reglulega upplýst um þróun brottfalls iðkenda.

Frístundaráð - 93. fundur - 14.04.2021

Lagt fram til kynningar minnisblað forstöðumanns íþróttamála um greiðslur til aðildarfélaga ÍBA frá ríki og ÍSÍ til að mæta áhrifum COVID-19.

Einnig eru lagðar fram til kynningar iðkendatölur frá ÍBA.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð fagnar því að ekki hafi orðið veruleg fækkun iðkenda á aldrinum 5-19 ára á tímum COVID-19 og jákvætt að einstaka félög hafi náð að fjölga iðkendum.