Sundfélagið Óðinn - aðkallandi verkefni í Sundlaug Akureyrar fyrir AMÍ 2021

Málsnúmer 2020110148

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 85. fundur - 18.11.2020

Erindi dagsett 5. nóvember 2020 frá Finni Víkingssyni varaformanni Sundfélagsins Óðins þar sem bent er á nokkur atriði sem þarf að laga í Sundlaug Akureyrar fyrir Aldursflokkameistaramót Íslands sem verður haldið á Akureyri dagana 24.- 27. júní 2021.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að brugðist verði við athugasemdum Sundfélagsins Óðins og keyptir verði nýir ráspallar og brautarlínur á árinu 2021 að upphæð 1,8 m.kr.