Bæjarráð

3782. fundur 06. október 2022 kl. 08:15 - 11:20 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Vistorka - starfsemi

Málsnúmer 2022091016Vakta málsnúmer

Kynning á starfsemi Vistorku.

Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir formaður stjórnar Vistorku og Guðmundur Haukur Sigurðarson framkvæmdastjóri Vistorku sátu fund fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.

2.Fjárhagsáætlun 2023 - málaflokkar 105 og 113

Málsnúmer 2022091017Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhags- og starfsáætlun fyrir málaflokka 105 og 113.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Viðauki vegna NPA

Málsnúmer 2022090388Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 28. september 2022:

Lögð fram beiðni til bæjarráðs um viðauka við fjárhagsáætlun.

Lagt er til að hækka fjárhagsáætlun Notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) um upphæð kr. 29,4 milljónir vegna ársins 2022.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun og vísar málinu til bæjarráðs.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri velferðarsviðs og Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri velferðarsviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við áætlun ársins 2022 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

4.Nafnanefnd 2022-2026

Málsnúmer 2022061426Vakta málsnúmer

Lagt fram öðru sinni endurskoðað erindisbréf nafnanefndar Akureyrarbæjar, ásamt tillögu að fulltrúum í nefndina.

Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að skipa Brynjar Karl Óttarsson, Hönnu Rósu Sveinsdóttur og Kristínu Árnadóttur í nafnanefnd til ársins 2026. Bæjarráð samþykkir jafnframt endurskoðað erindisbréf fyrir nefndina.

5.Almannavarnir - samstarfssamningur um almannavarnir í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2022091070Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar nýr samstarfssamningur um almannavarnir í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra ásamt fundargerð haustfundar almannaverndarnefndar umdæmisins.

6.Ósk um fjárhagsstuðning við kaup á nýju björgunarskipi

Málsnúmer 2022090843Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2022 frá Kolbeini Óttarssyni Proppé f.h. Björgunarbátasjóðs Norðurlands þar sem óskað er eftir fjárstuðningi til kaupa á nýju björgunarskipi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsinga.

7.Beiðni um stuðning við starfsemi Frú Ragnheiðar

Málsnúmer 2022090772Vakta málsnúmer

Liður 12 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 22. september:

Tekið fyrir erindi dagsett 16. september 2022 frá Ingibjörgu Halldórsdóttur f.h. Eyjafjarðardeildar Rauða krossins þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemi Frú Ragnheiðar á Akureyri.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.

Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir óska bókað:

Við teljum mikilvægt að styðja við starfsemi Frú Ragnheiðar á Akureyri, enda um að ræða mikilvægt samfélagslegt verkefni. Bæjarráð ætti því að taka jákvætt í erindið og undirbúa drög að samkomulagi við Eyjafjarðardeild Rauða krossins.
Bæjarráð samþykkir að vísa styrkbeiðninni til velferðarráðs, sem mun óska eftir styrkbeiðnum á næstu vikum.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað: Þar sem um er að ræða fjárframlög á vegum velferðarráðs, þá er eðlilegt að það ráð fái tækifæri til að taka afstöðu til styrkbeiðninnar. Við teljum hins vegar ástæðu til að koma okkar sjónarmiðum á framfæri sem er að gerður verði þriggja ára samningur við Frú Ragnheiði upphæð 1 m.kr. vegna verkefnisins, árlega.

8.Unicef - ungmennaráð og þátttaka barna í starfi sveitarfélaga

Málsnúmer 2022091337Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. september 2022 frá Birnu Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi þar sem Akureyrarbær er hvattur til að fjölga tækifærum barna til áhrifa innan sveitarfélagsins. Meðfylgjandi eru 12 ráð ungmenna til ráðamanna til þess að efla ungmennaráð sveitarfélaga.
Akureyrarbær var fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að fá viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag og hefur unnið markvisst að því verkefni. Bæjarráð þakkar fyrir erindið og tekur heilshugar undir mikilvægi þess að ungmennaráð sveitarfélaga séu efld. Bæjarráð hvetur nefndir og ráð bæjarins til að senda ungmennaráði til umsagnar öll málefni sem snerta ungt fólk sérstaklega.

9.Skógræktarfélag Íslands - ályktun á aðalfundi

Málsnúmer 2022090991Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun Skógræktarfélags Íslands sem samþykkt var á aðalfundi félagsins 2.- 4. september 2022. Skorað er á sveitarstjórnir að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu. Þá eru sveitarfélög hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar.
Bæjarráð tekur undir ályktun Skógræktarfélags Íslands, enda hefur verið lagður metnaður í að rækta skóg í sveitarfélaginu einkum undir yfirskriftinni Græni trefillinn. Í aðalskipulagi Akureyrarbæjar er afmarkað um 700 hektara svæði undir Græna trefilinn og er búið að planta hátt í 100 þúsund skógarplöntum undanfarin ár.

10.Áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara

Málsnúmer 2022090912Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 21. september 2022 frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landssambandi eldri borgara sem senda sameiginlega áskorun til ríkis og sveitarfélaga um að koma í veg fyrir að verðhækkanir á fasteignamarkaði leiði til mikilla hækkana fasteignagjalda.
Bæjarráð hefur til skoðunar álagningu fasteignagjalda í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.

11.Drög að upplýsingastefnu stjórnvalda - samráð

Málsnúmer 2022090765Vakta málsnúmer

Liður 14. í fundargerð bæjarráðs dagsettri 22. september 2022:

Lögð fram drög að upplýsingastefnu stjórnvalda sem birt hafa verið í samráðsgátt. Umsagnarfrestur er til og með 9. október 2022.

Bæjarráð felur þjónustu- og skipulagssviði að rýna drög að upplýsingastefnu stjórnvalda og leggja fyrir bæjarráð.
Bæjarráð tekur undir þau meginmarkmið sem sett eru fram í drögum að upplýsingastefnu stjórnvalda og hvetur til þess að sett verði fram tímasett fjármögnuð aðgerðaáætlun með stefnunni.

12.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ársfundur 2022

Málsnúmer 2022091287Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. september 2022, frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 12. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2.
Bæjarráð felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að sækja ársfundinn fyrir hönd Akureyrarbæjar.

13.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - aðalfundur 2022

Málsnúmer 2022091241Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. september 2022 frá Valgerði Freyju Ágústsdóttur f.h. Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þar sem boðað er til aðalfundar sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, miðvikudaginn 12. október kl. 13:00. Óskað er eftir því að framboð í nýja stjórn samtakanna berist fyrir kl. 16:00 föstudaginn 7. október nk.
Bæjarráð felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum.

14.Súlur Vertical - stuðningur við fjallahlaupið

Málsnúmer 2021010344Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um áframhaldandi stuðning við fjallahlaupið.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsingu fyrir sitt leyti.

15.Stefna - Concept ehf. - Skjaldarvík

Málsnúmer 2022080264Vakta málsnúmer

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kynnti stöðu máls eftir að stefna var lögð fram 8. september sl.

Fundi slitið - kl. 11:20.