Skógræktarfélag Íslands - ályktun á aðalfundi

Málsnúmer 2022090991

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3782. fundur - 06.10.2022

Lögð fram til kynningar ályktun Skógræktarfélags Íslands sem samþykkt var á aðalfundi félagsins 2.- 4. september 2022. Skorað er á sveitarstjórnir að vinna að skipulagsáætlunum í takt við stefnu stjórnvalda um skógrækt á landsvísu. Þá eru sveitarfélög hvött til að koma sér upp skilvirkum verkferlum og forðast óþarfa tafir og kostnað við afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar.
Bæjarráð tekur undir ályktun Skógræktarfélags Íslands, enda hefur verið lagður metnaður í að rækta skóg í sveitarfélaginu einkum undir yfirskriftinni Græni trefillinn. Í aðalskipulagi Akureyrarbæjar er afmarkað um 700 hektara svæði undir Græna trefilinn og er búið að planta hátt í 100 þúsund skógarplöntum undanfarin ár.