Beiðni um stuðning við starfsemi Frú Ragnheiðar

Málsnúmer 2022090772

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3781. fundur - 22.09.2022

Tekið fyrir erindi dagsett 16. september 2022 frá Ingibjörgu Halldórsdóttur f.h. Eyjafjarðardeildar Rauða krossins þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemi Frú Ragnheiðar á Akureyri.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.

Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir óska bókað:

Við teljum mikilvægt að styðja við starfsemi Frú Ragnheiðar á Akureyri, enda um að ræða mikilvægt samfélagslegt verkefni. Bæjarráð ætti því að taka jákvætt í erindið og undirbúa drög að samkomulagi við Eyjafjarðardeild Rauða krossins.

Bæjarstjórn - 3516. fundur - 04.10.2022

Umræða um stuðning við starfsemi Frú Ragnheiðar á Akureyri.

Málshefjandi var Hilda Jana Gísladóttir sem óskaði eftir svofelldri bókun:

Frú Ragnheiður er samfélagslega þarft verkefni sem þjónustar einstaklinga með erfiðan fíknivanda, veitir heilbrigðisaðstoð, sálrænan stuðning og nálaskiptaþjónustu. Bæjarstjórn telur mikilvægt að samningar við Sjúkratryggingar Íslands náist um verkefnið til framtíðar. Bæjarstjórn telur jafnframt að Akureyrarbær, auk annarra sveitarfélaga í Eyjafirði ættu að koma samhliða að stuðningi við starfsemina.

Í umræðum tóku til máls Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Hlynur Jóhannesson, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Gunnar Líndal Sigurðsson og Lára Halldóra Eiríksdóttir.
Tillaga Hildu Jönu Gísladóttur var borin upp til atkvæða:

Frú Ragnheiður er samfélagslega þarft verkefni sem þjónustar einstaklinga með erfiðan fíknivanda, veitir heilbrigðisaðstoð, sálrænan stuðning og nálaskiptaþjónustu. Bæjarstjórn telur mikilvægt að samningar við Sjúkratryggingar Íslands náist um verkefnið til framtíðar. Bæjarstjórn telur jafnframt að Akureyrarbær, auk annarra sveitarfélaga í Eyjafirði ættu að koma samhliða að stuðningi við starfsemina.

Tillagan var samþykkt með 10 atkvæðum. Hlynur Jóhannesson sat hjá.

Bæjarráð - 3782. fundur - 06.10.2022

Liður 12 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 22. september:

Tekið fyrir erindi dagsett 16. september 2022 frá Ingibjörgu Halldórsdóttur f.h. Eyjafjarðardeildar Rauða krossins þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemi Frú Ragnheiðar á Akureyri.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.

Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir óska bókað:

Við teljum mikilvægt að styðja við starfsemi Frú Ragnheiðar á Akureyri, enda um að ræða mikilvægt samfélagslegt verkefni. Bæjarráð ætti því að taka jákvætt í erindið og undirbúa drög að samkomulagi við Eyjafjarðardeild Rauða krossins.
Bæjarráð samþykkir að vísa styrkbeiðninni til velferðarráðs, sem mun óska eftir styrkbeiðnum á næstu vikum.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað: Þar sem um er að ræða fjárframlög á vegum velferðarráðs, þá er eðlilegt að það ráð fái tækifæri til að taka afstöðu til styrkbeiðninnar. Við teljum hins vegar ástæðu til að koma okkar sjónarmiðum á framfæri sem er að gerður verði þriggja ára samningur við Frú Ragnheiði upphæð 1 m.kr. vegna verkefnisins, árlega.

Velferðarráð - 1357. fundur - 11.10.2022

Tekið fyrir erindi dagsett 16. september 2022 frá Ingibjörgu Halldórsdóttur f.h. Eyjafjarðardeildar Rauða krossins þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemi Frú Ragnheiðar á Akureyri.

Erindinu er vísað til velferðaráðs frá bæjarráði til afgreiðslu.
Umsókn um styrk til velferðarráðs frestað með vísan til auglýsingar sem mun birtast í Dagskránni 12. október þar sem auglýst verður eftir styrkumsóknum.