Kauptilboð í landskika til stækkunar á Hálöndum

Málsnúmer 2022030474

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3763. fundur - 17.03.2022

Erindi dagsett 9. mars 2022 þar sem Sigurður Sigurðsson f.h. Hálanda ehf. leggur fram kauptilboð með fyrirvara í 26 ha landspildu úr landi Lögmannshlíðar. Uppdráttur fylgir.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Þórhallur Jónsson formaður skipulagsráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar kauptilboðinu. Jafnframt felur bæjarráð formanni bæjarráðs, formanni skipulagsráðs og skipulagsfulltrúa að ræða við bréfritara.

Bæjarráð - 3792. fundur - 15.12.2022

Erindi dagsett 5. desember 2022 frá Helga Erni Eyþórssyni f.h. SS. Byggis þar sem lagt er fram kauptilboð og ósk um að taka upp viðræður um uppbyggingu orlofsbyggðar við Hálönd.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar tilboðinu og vísar erindinu að öðru leyti til skipulagsráðs.