SSNE - Samstarf sveitarfélaga innan SSNE og N4

Málsnúmer 2022021191

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3761. fundur - 03.03.2022

Erindi dagsett 24. febrúar 2022 þar sem Eyþór Björnsson f.h. SSNE kynnir tillögu að samkomulagi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og N4 um kynningarmál. Lögð er fram tillaga að kostnaðarskiptingu.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.

Bæjarráð - 3763. fundur - 17.03.2022

Erindi dagsett 24. febrúar 2022 þar sem Eyþór Björnsson f.h. SSNE kynnir tillögu að samkomulagi sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og N4 um kynningarmál. Lögð er fram tillaga að kostnaðarskiptingu.

Málið var áður á dagskrá ráðsins 3. mars sl.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við forsvarsmenn SSNE vegna málsins.

Hlynur Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðsluna.