Atvinnuátak 18-25 ára sumarið 2022

Málsnúmer 2022030504

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3763. fundur - 17.03.2022

Umfjöllun um tillögu að breyttu fyrirkomulagi atvinnuátaks fyrir 18-25 ára sumarið 2022.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra mannauðssviðs og formanni fræðslu- og lýðheilsuráðs að vinna málið áfram.

Bæjarráð - 3766. fundur - 07.04.2022

Umfjöllun um tillögu að breyttu fyrirkomulagi atvinnuátaks fyrir 18-25 ára sumarið 2022. Málið var áður á dagskrá ráðsins 17. mars sl.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Eva Hrund Einarsdóttir bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framkomið fyrirkomulag um atvinnuátak fyrir 18-25 ára og felur sviðsstjóra mannauðssviðs að leggja fram viðauka vegna kostnaðarins þegar hann liggur fyrir. Jafnframt felur bæjarráð fræðslu- og lýðheilsusviði og mannauðssviði að gera tillögu að nýjum reglum fyrir árið 2023.