Erindi til sveitarfélaga vegna móttöku flóttafólks

Málsnúmer 2022030523

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1350. fundur - 16.03.2022

Erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dagsett 9. mars 2022 þar sem leitað er eftir þátttöku sveitarfélaga í móttöku flóttafólks sem leitar hingað til lands vegna stríðsátaka.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Akureyrarbær hefur mikla reynslu af móttöku flóttamanna og hefur m.a. tekið þátt í verkefni á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytis í að þróa samræmda móttöku flóttafólks á Íslandi. Fjöldi einstaklinga leitar nú skjóls vegna stríðsátaka og Akureyrarbær hefur lýst yfir stuðningi við úkraínsku þjóðina og er reiðubúinn að taka á móti fólki frá Úkraínu. Velferðarráð hvetur íbúa Akureyrar hafi þeir viðeigandi húsnæðisúrræði fyrir flóttafólk að senda umsókn á vefsíðuna https://www.mcc.is/is/ukraine sem finna má á vef Fjölmenningarseturs.

Bæjarráð - 3763. fundur - 17.03.2022

Erindi frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu dagsett 9. mars 2022 þar sem leitað er eftir þátttöku sveitarfélaga í móttöku flóttafólks sem leitar hingað til lands vegna stríðsátaka.
Bæjarráð tekur undir eftirfarandi bókun velferðarráðs frá fundi 16. mars sl.:

Akureyrarbær hefur mikla reynslu af móttöku flóttamanna og hefur m.a. tekið þátt í verkefni á vegum félags- og vinnumarkaðsráðuneytis í að þróa samræmda móttöku flóttafólks á Íslandi. Fjöldi einstaklinga leitar nú skjóls vegna stríðsátaka og Akureyrarbær hefur lýst yfir stuðningi við úkraínsku þjóðina og er reiðubúinn að taka á móti fólki frá Úkraínu. Velferðarráð hvetur íbúa Akureyrar hafi þeir viðeigandi húsnæðisúrræði fyrir flóttafólk að senda umsókn á vefsíðuna https://www.mcc.is/is/ukraine sem finna má á vef Fjölmenningarseturs.

Bæjarráð - 3769. fundur - 05.05.2022

Rætt um móttöku flóttafólks á vegum Akureyrarbæjar.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Önnu Marit Níelsdóttur forstöðumanni félagsþjónustu og Karli Frímannssyni sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs fyrir greinargóðar upplýsingar.

Velferðarráð - 1352. fundur - 11.05.2022

Rætt um móttöku flóttafólks á vegum Akureyrarbæjar.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.