Jafnréttisviðurkenning Akureyrarbæjar 2022

Málsnúmer 2022030436

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3763. fundur - 17.03.2022

Umfjöllun um fyrirkomulag veitingar jafnréttisviðurkenningar Akureyrarbæjar 2022.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráð undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra mannauðssviðs að uppfæra reglur um jafnréttisviðurkenningar bæjarins og auglýsa eftir tilnefningum.

Bæjarráð - 3766. fundur - 07.04.2022

Tilnefningar til jafnréttisviðurkenninga lagðar fram.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Birna Eyjólfsdóttir forstöðumaður mannauðsmála sátu fund bæjarráð undir þessum lið.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri báru upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Véku þær af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Bæjarráð samþykkir framkomnar tillögur og tilkynnt verður um viðurkenningarhafa á Vorkomu Akureyrarbæjar á sumardaginn fyrsta.
Gunnar Gíslason D-lista vék af fundi kl. 10:48.