Reglur um úthlutun lóða - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022030533

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3763. fundur - 17.03.2022

Rætt um endurskoðun reglna um úthlutun lóða.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Þórhallur Jónsson formaður skipulagsráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs, bæjarlögmanni, skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsráðs að vinna að endurskoðun á reglum um úthlutun lóða í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð 7. apríl nk.

Bæjarráð - 3766. fundur - 07.04.2022

Umfjöllun um tillögu að endurskoðuðum reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða. Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 17. mars sl.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Þórhallur Jónsson formaður skipulagsráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs, bæjarlögmanni og skipulagsfulltrúa að vinna áfram að endurskoðun á reglunum í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarráð.

Skipulagsráð - 381. fundur - 04.05.2022

Rætt um tillögur að breytingum á reglum um lóðaveitingar. Hefur málið verið til umræðu í bæjarráði 17. mars og 7. apríl 2022.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram í reglum um lóðaveitingar. Skipulagsráð leggur áherslu á að endurskoðun á reglum verði lokið fyrir 1. nóvember 2022.

Skipulagsráð - 389. fundur - 12.10.2022

Lögð fram til umræðu drög skipulagsfulltrúa að breytingum á Reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 4. maí sl.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að leggja fram endanlega tillögu að endurskoðuðum reglum á næsta fundi ráðsins þann 26. október nk.

Skipulagsráð - 390. fundur - 26.10.2022

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða í samræmi við bókun skipulagsráðs frá 12. október sl.
Afgreiðslu frestað og skipulagsfulltrúa falið að lagfæra gögn í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsráð - 392. fundur - 23.11.2022

Lögð fram tillaga að breytingum á reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlögð drög að breytingum á reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða með smávægilegum breytingum í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarstjórn - 3520. fundur - 06.12.2022

Liður 14 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. nóvember 2022:

Lögð fram tillaga að breytingum á reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlögð drög að breytingum á reglum Akureyrarbæjar um úthlutun lóða með smávægilegum breytingum í samræmi við umræður á fundinum.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum endurskoðaðar reglur Akureyrarbæjar um úthlutun lóða.