Reglur Akureyrarbæjar um stofnframlög - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022030542

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3763. fundur - 17.03.2022

Rætt um endurskoðun reglna bæjarins um stofnframlög til byggingar leiguíbúða.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Þórhallur Jónsson formaður skipulagsráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna að endurskoðun á reglum um stofnframlög og leggja fyrir bæjarráð 7. apríl nk.

Bæjarráð - 3766. fundur - 07.04.2022

Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum Akureyrarbæjar um stofnframlög til byggingar leiguíbúða. Málið var áður á dagskrá ráðsins 17. mars sl.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa reglunum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3509. fundur - 12.04.2022

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 7. apríl 2022:

Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum Akureyrarbæjar um stofnframlög til byggingar leiguíbúða. Málið var áður á dagskrá ráðsins 17. mars sl.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa reglunum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málið. Auk hans tóku til máls Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Hilda Jana Gísladóttir og Andri Teitsson.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um stofnframlög með 11 samhljóða atkvæðum.