Fræðslunefnd - skipun nefndarmanna 2018-2022

Málsnúmer 2020020712

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3674. fundur - 05.03.2020

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan fulltrúa í fræðslunefnd.

Guðrún Guðmundsdóttir verði aðalfulltrúi í stað Karólínu Gunnarsdóttur. Anna Marit Níelsdóttir verði varafulltrúi í stað Guðrúnar Guðmundsdóttur.
Bæjarráð samþykkir að Guðrún Guðmundsdóttir taki sæti aðalfulltrúa í fræðslunefnd og Anna Marit Níelsdóttir verði varafulltrúi.

Bæjarráð - 3756. fundur - 27.01.2022

Lögð fram tillaga um niðurfellingu fræðslunefndar en þar sem námsleyfasjóðir hafa verið lagðir niður er hlutverk nefndarinnar óverulegt og ekki þörf á því að hafa hana starfandi.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Heimir Haraldsson bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að leggja niður fræðslunefndina.