Reglur um styrkveitingar Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2022011232

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3756. fundur - 27.01.2022

Rætt um reglur um styrkveitingar Akureyrarbæjar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs að endurskoða reglur um styrkveitingar og leggja fyrir bæjarráð.
Gunnar Gíslason vék af fundi kl. 10:59.

Bæjarráð - 3792. fundur - 15.12.2022

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um styrkveitingar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs, Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs og sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3802. fundur - 16.03.2023

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um styrkveitingar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3526. fundur - 21.03.2023

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. mars 2023:

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um styrkveitingar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hlynur Jóhannsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um styrkveitingar með 11 samhljóða atkvæðum.