Bæjarráð

3650. fundur 29. ágúst 2019 kl. 08:15 - 10:25 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Alþjóðastofa - fjölmenningarráðgjöf 2019

Málsnúmer 2019060354Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um flutning fjölmenningarráðgjafar Alþjóðastofu frá stjórnsýslusviði til fjölskyldusviðs frá og með næstu áramótum.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Karolína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að fjölmenningarráðgjöf Alþjóðastofu flytjist frá stjórnsýslusviði til fjölskyldusviðs frá og með ársbyrjun 2020.

2.Fjölmenningarstefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2018110168Vakta málsnúmer

Núverandi fjölmenningarstefna Akureyrarbæjar var samþykkt í bæjarstjórn 13. apríl 2010 og byggir hún á fjölmenningarstefnu Eyþings sem var unnin og birt árið 2009. Í febrúar 2017 samþykkti stjórn Eyþings að skipa starfshóp til að endurskoða fjölmenningarstefnuna og var endurskoðuð útgáfa lögð fram fyrir stjórnarfund samtakanna í ágúst 2017. Aðildarfélög Eyþings geta notað fyrrnefnda stefnu, að hluta eða í heild, dýpkað einstaka þætti, sett niður leiðir til eftirfylgni og mats, allt eftir aðstæðum á hverjum stað.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 22. nóvember 2018.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að taka upp og aðlaga fjölmenningarstefnu Eyþings og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna aðgerðaáætlun í samræmi við álit Helgu Hauksdóttur kennsluráðgjafa á fræðslusviði og Zane Brikovska verkefnastjóra Alþjóðastofu dagsett 30. október 2018.

3.Stefna - ASÍ gegn Akureyrarbæ vegna lífeyrissjóðsiðgjalda

Málsnúmer 2019080417Vakta málsnúmer

Kynnt stefna Alþýðusambands Íslands gegn Akureyrarbæ vegna lífeyrissjóðsiðgjalda.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Starfshópur um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi

Málsnúmer 2019040026Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur starfshóps um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi.
Bæjarráð vísar tillögum starfshópsins til fræðsluráðs og frístundaráðs til frekari úrvinnslu.

5.Myndlistaskólinn á Akureyri - breytingar á skipulagi og ósk um framhald á framlögum

Málsnúmer 2019070510Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júlí 2019 frá Helga Vilberg skólastjóra Myndlistaskólans á Akureyri þar sem gerð er grein fyrir breytingum á skipulagi skólans til að auka rekstrarhæfi hans og óskað eftir að framhald verði á framlögum Akureyrarbæjar til skólans.
Bæjarráð vísar til þess að við gerð samnings um rekstur Myndlistaskólans á árinu 2016 var kveðið á um að Akureyrarbær myndi ekki leggja fram frekari fjármuni til rekstrar sérnámsdeildar skólans að loknu samningstímabili sem miðaðist við lok skólaársins 2018-2019 og ítrekaði bæjarráð það í bókun sinni 2. ágúst 2018. Bæjarráð hafnar því erindinu með 5 samhljóða atkvæðum.

6.Stefna velferðarráðs Akureyrarbæjar á sviði velferðartækni

Málsnúmer 2019070615Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 21. ágúst 2019:

Tekin fyrir að nýju tillaga að stefnu velferðarráðs á sviði velferðartækni, sbr. 1. lið fundar nr. 1304.

Velferðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að stefnu með breytingatillögu velferðarráðs og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar stefnunni til umfjöllunar og afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

7.Samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 2019060664Vakta málsnúmer

Lögð fram yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 18. júlí sl.
Bæjarráð Akureyrarbæjar fagnar samráðsvettvangi sveitarfélaganna um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og tekur undir yfirlýsinguna sem samþykkt var á stofnfundinum. Slíkur vettvangur skiptir miklu máli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og er áríðandi að hann verði virkur við að safna upplýsingum og deila reynslu og þekkingu. Bæjarráð áréttar einnig að mikilvægt sé að sveitarfélögin hafi aðkomu að setningu, framfylgd og framþróun laga og reglna sem tengjast loftslagsbreytingum.

8.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir

Málsnúmer 2018110047Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 237. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 14. ágúst 2019.

9.Áskorun frá Samtökum grænkera

Málsnúmer 2019080348Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. ágúst 2019 frá Valgerði Árnadóttur og Benjamín Sigurðssyni, fyrir hönd Samtaka grænkera, þar sem skorað er á umhverfisráðherra, ríkisstjórn og sveitarfélög Íslands að draga úr neyslu dýraafurða.
Bæjarráð Akureyrarbæjar þakkar erindið og vísar því til umfjöllunar í fræðsluráði.

Fundi slitið - kl. 10:25.