Samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 2019060664

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3646. fundur - 18.07.2019

Erindi dagsett 26. júní frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er bókun stjórnar sambandsins frá 21. júní sl.:

"Stjórn sambandsins lýsir yfir ánægju með vel heppnaðan fund um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hvetur sveitarfélög til að samþykkja yfirlýsinguna sem fundurinn samþykkti og send verður öllum sveitarfélögum."

Erindinu fylgir yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og fundargerð stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa drög að yfirlýsingu og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð - 3650. fundur - 29.08.2019

Lögð fram yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 18. júlí sl.
Bæjarráð Akureyrarbæjar fagnar samráðsvettvangi sveitarfélaganna um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og tekur undir yfirlýsinguna sem samþykkt var á stofnfundinum. Slíkur vettvangur skiptir miklu máli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og er áríðandi að hann verði virkur við að safna upplýsingum og deila reynslu og þekkingu. Bæjarráð áréttar einnig að mikilvægt sé að sveitarfélögin hafi aðkomu að setningu, framfylgd og framþróun laga og reglna sem tengjast loftslagsbreytingum.