Starfshópur um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi

Málsnúmer 2019040026

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 8. fundur - 12.04.2019

Hildur Betty Kristjánsdóttir lagði fram til kynningar minnisblað dagsett 1. apríl 2019 frá starfshópi um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi.

Frístundaráð - 55. fundur - 03.05.2019

Starfshópur um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi óskar eftir umsögn frístundaráðs um þær tillögur sem hópurinn hefur sett fram.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð tekur jákvætt í tillögurnar og að listnám falli undir samfelldan vinnudag barna.

Bæjarráð - 3650. fundur - 29.08.2019

Lagðar fram tillögur starfshóps um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi.
Bæjarráð vísar tillögum starfshópsins til fræðsluráðs og frístundaráðs til frekari úrvinnslu.

Fræðsluráð - 15. fundur - 02.09.2019

Uppfært minnisblað frá starfshópi um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi lagt fram til kynningar.
Ragheiður Lilja Bjarnadóttir L-lista mætti til fundar kl. 13:43 undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu - 314. fundur - 25.02.2021

Ragnar Hólm Ragnarsson verkefnastjóri kynningar gerði grein fyrir vinnu starfshóps um aðkomu Akureyrarbæjar að listnámi á háskólastigi.