Fjölmenningarstefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2018110168

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3618. fundur - 22.11.2018

Núverandi fjölmenningarstefna Akureyrarbæjar var samþykkt í bæjarstjórn 13. apríl 2010 og byggir hún á fjölmenningarstefnu Eyþings sem var unnin og birt árið 2009. Í febrúar 2017 samþykkti stjórn Eyþings að skipa starfshóp til að endurskoða fjölmenningarstefnuna og var endurskoðuð útgáfa lögð fram fyrir stjórnarfund samtakanna í ágúst 2017. Aðildarfélög Eyþings geta notað fyrrnefnda stefnu, að hluta eða í heild, dýpkað einstaka þætti, sett niður leiðir til eftirfylgni og mats, allt eftir aðstæðum á hverjum stað.

Helga Hauksdóttir kennsluráðgjafi á fræðslusviði og Zane Brikovska verkefnastjóri alþjóðastofu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið og kynntu álit sitt, dagsett 30.10. 2018, á helstu þáttum í núverandi fjölmenningarstefnu bæjarins sem þarfnast endurskoðunar miðað við nýja fjölmenningarstefnu Eyþings og hver væru æskileg næstu skref innan Akureyrarbæjar.
Bæjarráð þakkar Helgu og Zane fyrir góða samantekt og frjóar samræður. Jafnframt vekur bæjarráð athygli á vefsíðu sem Helga heldur úti um kennslu nemenda með íslensku sem annað mál, https://erlendir.akmennt.is/

Bæjarráð - 3650. fundur - 29.08.2019

Núverandi fjölmenningarstefna Akureyrarbæjar var samþykkt í bæjarstjórn 13. apríl 2010 og byggir hún á fjölmenningarstefnu Eyþings sem var unnin og birt árið 2009. Í febrúar 2017 samþykkti stjórn Eyþings að skipa starfshóp til að endurskoða fjölmenningarstefnuna og var endurskoðuð útgáfa lögð fram fyrir stjórnarfund samtakanna í ágúst 2017. Aðildarfélög Eyþings geta notað fyrrnefnda stefnu, að hluta eða í heild, dýpkað einstaka þætti, sett niður leiðir til eftirfylgni og mats, allt eftir aðstæðum á hverjum stað.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 22. nóvember 2018.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að taka upp og aðlaga fjölmenningarstefnu Eyþings og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna aðgerðaáætlun í samræmi við álit Helgu Hauksdóttur kennsluráðgjafa á fræðslusviði og Zane Brikovska verkefnastjóra Alþjóðastofu dagsett 30. október 2018.