Áskorun frá Samtökum grænkera

Málsnúmer 2019080348

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3650. fundur - 29.08.2019

Erindi dagsett 20. ágúst 2019 frá Valgerði Árnadóttur og Benjamín Sigurðssyni, fyrir hönd Samtaka grænkera, þar sem skorað er á umhverfisráðherra, ríkisstjórn og sveitarfélög Íslands að draga úr neyslu dýraafurða.
Bæjarráð Akureyrarbæjar þakkar erindið og vísar því til umfjöllunar í fræðsluráði.

Fræðsluráð - 16. fundur - 16.09.2019

Erindi dagsett 20. ágúst 2019 frá Valgerði Árnadóttur og Benjamín Sigurðssyni, fyrir hönd Samtaka grænkera, þar sem skorað er á umhverfisráðherra, ríkisstjórn og sveitarfélög Íslands að draga úr neyslu dýraafurða.



Bæjarráð Akureyrarbæjar vísaði erindinu til umfjöllunar í fræðsluráði.
Fræðsluráð bendir á að frumskylda Akureyrarbæjar sé að fylgja manneldismarkmiðum Landlæknisembættisins sem styðst við samnorrænar leiðbeiningar. Á undanförnum árum hefur hlutur kjöts farið minnkandi í fæði grunn- og leikskólabarna og er nú í boði 6 sinnum (af 21 skipti) í mánuði. Þegar kjöt er í aðalrétt er þess gætt að aðrir fæðuflokkar standi börnum til boða. Grænmeti, salat og ávextir eru í boði alla daga.

Ekki er á dagskrá að hætta með kjöt í mötuneytum heldur halda áfram á markaðri vegferð. Áhersla er á að hafa fjölbreytt úrval fæðuflokka og kaupa íslenskar afurðir, helst staðbundna framleiðslu. Með því móti heldur Akureyrarbær áfram ábyrgum rekstri skólamötuneyta.