Myndlistaskólinn á Akureyri - breytingar á skipulagi og ósk um framhald á framlögum

Málsnúmer 2019070510

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3650. fundur - 29.08.2019

Erindi dagsett 7. júlí 2019 frá Helga Vilberg skólastjóra Myndlistaskólans á Akureyri þar sem gerð er grein fyrir breytingum á skipulagi skólans til að auka rekstrarhæfi hans og óskað eftir að framhald verði á framlögum Akureyrarbæjar til skólans.
Bæjarráð vísar til þess að við gerð samnings um rekstur Myndlistaskólans á árinu 2016 var kveðið á um að Akureyrarbær myndi ekki leggja fram frekari fjármuni til rekstrar sérnámsdeildar skólans að loknu samningstímabili sem miðaðist við lok skólaársins 2018-2019 og ítrekaði bæjarráð það í bókun sinni 2. ágúst 2018. Bæjarráð hafnar því erindinu með 5 samhljóða atkvæðum.