Stefna velferðarsviðs Akureyrar á sviði velferðartækni

Málsnúmer 2019070615

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1304. fundur - 07.08.2019

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti drög að stefnu velferðarráðs á sviði velferðartækni.

Drögin eru unnin á grundvelli velferðarstefnu, samþykktar fyrir ráðið og umfjöllunar á síðustu árum um áherslu á innleiðingu velferðartækni í þjónustuna.
Lagt fram og kynnt, afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Velferðarráð - 1305. fundur - 21.08.2019

Tekin fyrir að nýju tillaga að stefnu velferðarráðs á sviði velferðartækni, sbr. 1. lið fundar nr. 1304.
Velferðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að stefnu með breytingatillögu velferðarráðs og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3650. fundur - 29.08.2019

Liður 6 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 21. ágúst 2019:

Tekin fyrir að nýju tillaga að stefnu velferðarráðs á sviði velferðartækni, sbr. 1. lið fundar nr. 1304.

Velferðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að stefnu með breytingatillögu velferðarráðs og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar stefnunni til umfjöllunar og afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3458. fundur - 03.09.2019

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 29. ágúst 2019:

Liður 6 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 21. ágúst 2019:

Tekin fyrir að nýju tillaga að stefnu velferðarráðs á sviði velferðartækni, sbr. 1. lið fundar nr. 1304.

Velferðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að stefnu með breytingatillögu velferðarráðs og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð vísar stefnunni til umfjöllunar og afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

Heimir Haraldsson kynnti stefnuna.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Haraldsson og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir stefnu velferðarráðs á sviði velferðartækni með 11 samhljóða atkvæðum.

Velferðarráð - 1339. fundur - 19.05.2021

Stefna á sviði velferðartækni var lögð fram og samþykkt í velferðarráði í ágúst 2019 og samþykkt í bæjarstjórn 3. september sama ár. Lagt var fram minnisblað dagsett 17. maí 2021 þar sem farið var yfir það sem verið er að gera á velferðarsviði í velferðartækni og hvaða áskoranir eru fram undan.

Ennfremur var lagt fram minnisblað um notkun á Kara Connect dagsett 14. maí 2021 og yfirlit yfir það sem fer í gegnum þjónustugátt frá velferðarsviði og helstu áskoranir sviðsins varðandi þjónustugáttina.

Arnþrúður Eik Helgadóttir verkefnstjóri, Kristinn Már Torfason forstöðumaður og Gyða Björk Ólafsdóttir félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.
Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista vék af fundi kl. 15:50.