Stefna velferðarsviðs Akureyrar á sviði velferðartækni

Málsnúmer 2019070615

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1304. fundur - 07.08.2019

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti drög að stefnu velferðarráðs á sviði velferðartækni.

Drögin eru unnin á grundvelli velferðarstefnu, samþykktar fyrir ráðið og umfjöllunar á síðustu árum um áherslu á innleiðingu velferðartækni í þjónustuna.
Lagt fram og kynnt, afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Velferðarráð - 1305. fundur - 21.08.2019

Tekin fyrir að nýju tillaga að stefnu velferðarráðs á sviði velferðartækni, sbr. 1. lið fundar nr. 1304.
Velferðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að stefnu með breytingatillögu velferðarráðs og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3650. fundur - 29.08.2019

Liður 6 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 21. ágúst 2019:

Tekin fyrir að nýju tillaga að stefnu velferðarráðs á sviði velferðartækni, sbr. 1. lið fundar nr. 1304.

Velferðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að stefnu með breytingatillögu velferðarráðs og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar stefnunni til umfjöllunar og afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3458. fundur - 03.09.2019

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 29. ágúst 2019:

Liður 6 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 21. ágúst 2019:

Tekin fyrir að nýju tillaga að stefnu velferðarráðs á sviði velferðartækni, sbr. 1. lið fundar nr. 1304.

Velferðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að stefnu með breytingatillögu velferðarráðs og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð vísar stefnunni til umfjöllunar og afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

Heimir Haraldsson kynnti stefnuna.

Í umræðum tóku til máls Eva Hrund Einarsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Heimir Haraldsson og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir stefnu velferðarráðs á sviði velferðartækni með 11 samhljóða atkvæðum.