Tekið fyrir erindi dagsett 4. júní 2019 frá Karli Frímannssyni sviðsstjóra fræðslusviðs þar sem óskað er eftir undanþágu frá verklagsreglum Akureyrarbæjar um auglýsingar starfa vegna ráðninga nemenda í leikskólakennarafræðum í launaða starfsþjálfun til eins árs.
Kjarasamninganefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að framlögð tillaga að breytingum á verklagsreglum um auglýsingar starfa verði samþykkt.
Liður 1 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 11. júní 2019:
Tekið fyrir erindi dagsett 4. júní 2019 frá Karli Frímannssyni sviðsstjóra fræðslusviðs þar sem óskað er eftir undanþágu frá verklagsreglum Akureyrarbæjar um auglýsingar starfa vegna ráðninga nemenda í leikskólakennarafræðum í launaða starfsþjálfun til eins árs.
Kjarasamninganefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarráð að framlögð tillaga að breytingum á verklagsreglum um auglýsingar starfa verði samþykkt.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar með 5 samhljóða atkvæðum.