Greiðslur fyrir akstur í þágu vinnuveitanda

Málsnúmer 2018010334

Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd - 1. fundur - 26.01.2018

Umfjöllun um endurskoðun á reglum Akureyrarbæjar um greiðslur fyrir akstur í þágu vinnuveitanda vegna innleiðingar á rafrænni skráningu á akstri starfsmanna.
Kjarasamninganefnd samþykkir tillögu að endurskoðuðum reglum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð - 3585. fundur - 01.02.2018

1. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dagsett 26. janúar 2018:

Umfjöllun um endurskoðun á reglum Akureyrarbæjar um greiðslur fyrir akstur í þágu vinnuveitanda vegna innleiðingar á rafrænni skráningu á akstri starfsmanna.

Kjarasamninganefnd samþykkir tillögu að endurskoðuðum reglum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar verklagsreglur um greiðslur fyrir akstur í þágu vinnuveitanda.

Kjarasamninganefnd - 1. fundur - 11.02.2019

Lögð fram tillaga að breytingum á verklagsreglum Akureyrarbæjar um greiðslur fyrir akstur í þágu vinnuveitanda.
Kjarasamninganefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 3628. fundur - 21.02.2019

Liður 5 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 11. febrúar 2019:

Lögð fram tillaga að breytingum á verklagsreglum Akureyrarbæjar um greiðslur fyrir akstur í þágu vinnuveitanda.

Kjarasamninganefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á verklagsreglum um greiðslur fyrir akstur starfsmanna í þágu Akureyrarbæjar.