Verkefnasjóður Háskólans á Akureyri

Málsnúmer 2012070047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3441. fundur - 11.12.2014

Erindi dagsett 26. nóvember 2014, móttekið 8. desember 2014, frá Eyjólfi Guðmundssyni rektor Háskólans á Akureyri, þar sem óskað er eftir að gerður verði samningur milli Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri um styrk til Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri - Akureyrarsjóðs, að upphæð 1,5 mkr. á ári næstu fjögur ár.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Háskólann á Akureyri og felur bæjarstjóra frágang málsins.

Bæjarráð - 3556. fundur - 18.05.2017

Lögð fram til kynningar skýrsla frá stjórn Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri um störf sjóðsins árin 2015 og 2016.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3585. fundur - 01.02.2018

Lögð fram til kynningar skýrsla dagsett 8. janúar 2018 um störf Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri á árinu 2017.

Bæjarráð - 3592. fundur - 22.03.2018

Lagður fram til kynningar samningur um styrk Akureyrarbæjar til Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri dagsettur 16. mars 2018.

Bæjarráð - 3628. fundur - 21.02.2019

Lögð fram til kynningar skýrsla frá stjórn Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri um störf sjóðsins á árinu 2018.

Bæjarráð - 3678. fundur - 08.04.2020

Erindi dagsett 30. mars 2020 frá Hólmari Svanssyni framkvæmdastjóra Háskólans á Akureyri þar sem óskað er eftir endurskoðun á upphæð framlags Akureyrarbæjar til Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri - Akureyrarsjóðs frá og með árinu 2021.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.