Verkefnasjóður Háskólans á Akureyri

Málsnúmer 2012070047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3441. fundur - 11.12.2014

Erindi dagsett 26. nóvember 2014, móttekið 8. desember 2014, frá Eyjólfi Guðmundssyni rektor Háskólans á Akureyri, þar sem óskað er eftir að gerður verði samningur milli Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri um styrk til Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri - Akureyrarsjóðs, að upphæð 1,5 mkr. á ári næstu fjögur ár.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Háskólann á Akureyri og felur bæjarstjóra frágang málsins.

Bæjarráð - 3556. fundur - 18.05.2017

Lögð fram til kynningar skýrsla frá stjórn Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri um störf sjóðsins árin 2015 og 2016.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3585. fundur - 01.02.2018

Lögð fram til kynningar skýrsla dagsett 8. janúar 2018 um störf Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri á árinu 2017.

Bæjarráð - 3592. fundur - 22.03.2018

Lagður fram til kynningar samningur um styrk Akureyrarbæjar til Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri dagsettur 16. mars 2018.

Bæjarráð - 3628. fundur - 21.02.2019

Lögð fram til kynningar skýrsla frá stjórn Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri um störf sjóðsins á árinu 2018.

Bæjarráð - 3678. fundur - 08.04.2020

Erindi dagsett 30. mars 2020 frá Hólmari Svanssyni framkvæmdastjóra Háskólans á Akureyri þar sem óskað er eftir endurskoðun á upphæð framlags Akureyrarbæjar til Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri - Akureyrarsjóðs frá og með árinu 2021.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

Bæjarráð - 3686. fundur - 04.06.2020

Erindi dagsett 25. maí 2020 frá Hólmari Svanssyni framkvæmdastjóra Háskólans á Akureyri þar sem óskað er eftir að framlag Akureyrarbæjar til Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri - Akureyrarsjóðs verði óbreytt á árinu 2020 þrátt fyrir að samningur um Akureyrarsjóð hafi runnið út um síðustu áramót.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að framlengja núgildandi samning til ársloka 2020 enda er gert ráð fyrir framlagi til Verkefnasjóðs HA í fjárhagsáætlun ársins.

Bæjarráð - 3719. fundur - 11.03.2021

Lögð fram til kynningar skýrsla dagsett 5. mars 2021 um störf Verkefnasjóðs Háskólans á Akureyri á árinu 2020.