Gatnagerðargjöld - endurskoðun á reglum 2019

Málsnúmer 2019020277

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3628. fundur - 21.02.2019

Rætt um endurskoðun á reglum um gatnagerðargjöld.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar málinu til skipulagsráðs og óskar eftir tillögum að afslætti á gatnagerðargjöldum í Hrísey og Grímsey með vísan til brothættra byggða og 2. mgr. gr. 5.2 í gjaldskrá um gatnagerðargjöld í Akureyrarkaupstað.

Skipulagsráð - 310. fundur - 27.02.2019

Á fundi bæjarráðs 21. febrúar 2019 var samþykkt að óska eftir tillögum frá skipulagsráði um afslátt á gatnagerðargjöldum í Hrísey og Grímsey. Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 22. febrúar 2019.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði tímabundinn afsláttur upp á 50%, til tveggja ára, vegna gatnagerðargjalda á lóðum í Hrísey og Grímsey, í samræmi við heimild í grein 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda, til að efla uppbyggingu á þeim svæðum.


Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á grein 5.3. í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að afsláttur vegna jarðvegsdýpis verði að hámarki 75% og gildi fyrir allar byggingarlóðir óháð húsgerðum.

Bæjarráð - 3631. fundur - 14.03.2019

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. febrúar 2019:

Á fundi bæjarráðs 21. febrúar 2019 var samþykkt að óska eftir tillögum frá skipulagsráði um afslátt á gatnagerðargjöldum í Hrísey og Grímsey. Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 22. febrúar 2019.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði tímabundinn afsláttur upp á 50%, til tveggja ára, vegna gatnagerðargjalda á lóðum í Hrísey og Grímsey, í samræmi við heimild í grein 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda, til að efla uppbyggingu á þeim svæðum.

Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á grein 5.3. í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að afsláttur vegna jarðvegsdýpis verði að hámarki 75% og gildi fyrir allar byggingarlóðir óháð húsgerðum.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að veittur verði 75% afsláttur á gatnagerðargjöldum til ársloka 2021 á lóðum í Hrísey og Grímsey, í samræmi við heimild í 2. mgr. í grein 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda, til að efla uppbyggingu á þeim svæðum, með vísan til brothættra byggða.

Bæjarráð - 3631. fundur - 14.03.2019

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. febrúar 2019:

Á fundi bæjarráðs 21. febrúar 2019 var samþykkt að óska eftir tillögum frá skipulagsráði um afslátt á gatnagerðargjöldum í Hrísey og Grímsey. Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 22. febrúar 2019.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði tímabundinn afsláttur upp á 50%, til tveggja ára, vegna gatnagerðargjalda á lóðum í Hrísey og Grímsey, í samræmi við heimild í grein 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda, til að efla uppbyggingu á þeim svæðum.

Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á grein 5.3. í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að afsláttur vegna jarðvegsdýpis verði að hámarki 75% og gildi fyrir allar byggingarlóðir óháð húsgerðum.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á grein 5.3. í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að afsláttur vegna jarðvegsdýpis verði að hámarki 75% og gildi fyrir allar byggingarlóðir óháð húsgerðum.

Bæjarstjórn - 3451. fundur - 19.03.2019

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14 mars 2019:

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. febrúar 2019:

Á fundi bæjarráðs 21. febrúar 2019 var samþykkt að óska eftir tillögum frá skipulagsráði um afslátt á gatnagerðargjöldum í Hrísey og Grímsey. Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 22. febrúar 2019.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði tímabundinn afsláttur upp á 50%, til tveggja ára, vegna gatnagerðargjalda á lóðum í Hrísey og Grímsey, í samræmi við heimild í grein 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda, til að efla uppbyggingu á þeim svæðum.

Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á grein 5.3. í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að afsláttur vegna jarðvegsdýpis verði að hámarki 75% og gildi fyrir allar byggingarlóðir óháð húsgerðum.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að veittur verði 75% afsláttur á gatnagerðargjöldum til ársloka 2021 á lóðum í Hrísey og Grímsey, í samræmi við heimild í 2. mgr. í grein 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda, til að efla uppbyggingu á þeim svæðum, með vísan til brothættra byggða.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillögu bæjarráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum tillögu bæjarráðs um að veittur verði 75% afsláttur á gatnagerðargjöldum til ársloka 2021 á lóðum í Hrísey og Grímsey.

Bæjarstjórn - 3451. fundur - 19.03.2019

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 14 mars 2019:

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. febrúar 2019:

Á fundi bæjarráðs 21. febrúar 2019 var samþykkt að óska eftir tillögum frá skipulagsráði um afslátt á gatnagerðargjöldum í Hrísey og Grímsey. Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 22. febrúar 2019.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði tímabundinn afsláttur upp á 50%, til tveggja ára, vegna gatnagerðargjalda á lóðum í Hrísey og Grímsey, í samræmi við heimild í grein 5.2. í gjaldskrá gatnagerðargjalda, til að efla uppbyggingu á þeim svæðum.

Jafnframt leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á grein 5.3. í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að afsláttur vegna jarðvegsdýpis verði að hámarki 75% og gildi fyrir allar byggingarlóðir óháð húsgerðum.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.


Bæjarráð samþykkir með 5 samhljóða atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á grein 5.3. í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að afsláttur vegna jarðvegsdýpis verði að hámarki 75% og gildi fyrir allar byggingarlóðir óháð húsgerðum.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti tillögu skipulagsráðs og bæjarráðs.

Í umræðum tók Þórhallur Jónsson til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum tillögu skipulagsráðs og bæjarráðs að breytingu á grein 5.3. í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að afsláttur vegna jarðvegsdýpis verði að hámarki 75% og gildi fyrir allar byggingarlóðir óháð húsgerðum.