Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 1. febrúar 2019:
Lögð voru fyrir fundinn samningsdrög að samningi við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra og Neyðarlínuna ohf. varðandi kaup, uppsetningu og rekstur eftirlitsmyndavélakerfis á Akureyri.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar á umhverfis- og mannvirkjasviði mætti á fundinn og kynnti málið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarráði.
Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.