Eftirlitsmyndavélar á Akureyri

Málsnúmer 2017050095

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3562. fundur - 20.07.2017

Rætt um öryggismyndavélar á Akureyri.
Bæjarráð tekur jákvætt í að fjölga öryggismyndavélum í bænum og felur bæjarstjóra að ræða við lögreglustjóra og Neyðarlínuna um framhaldið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 49. fundur - 01.02.2019

Lögð voru fyrir fundinn samningsdrög að samningi við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra og Neyðarlínuna ohf. varðandi kaup, uppsetningu og rekstur eftirlitsmyndavélakerfis á Akureyri.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar á umhverfis- og mannvirkjasviði mætti á fundinn og kynnti málið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 3628. fundur - 21.02.2019

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 1. febrúar 2019:

Lögð voru fyrir fundinn samningsdrög að samningi við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra og Neyðarlínuna ohf. varðandi kaup, uppsetningu og rekstur eftirlitsmyndavélakerfis á Akureyri.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar á umhverfis- og mannvirkjasviði mætti á fundinn og kynnti málið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarráði.

Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum enda rúmist hann innan fjárhagsáætlunar umhverfis- og mannvirkjasviðs og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd bæjarins.