Endurskoðun á samþykkt um styrki til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna

Málsnúmer 2018100268

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 2. fundur - 29.10.2018

Umfjöllun um endurskoðun á samþykkt um námsleyfasjóð sérmenntaðra starfsmanna.
Ákveðið að afla frekari gagna. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Fræðslunefnd - 1. fundur - 04.02.2019

Áður á dagskrá fræðslunefndar 13.desember 2018. Lögð fyrir drög að endurskoðun á samþykkt um styrki til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna.
Fræðslunefnd samþykkir endurskoðun á samþykkt um námsleyfi sérmenntaðra starfsmanna.

Kjarasamninganefnd - 1. fundur - 11.02.2019

Lögð fyrir tillaga að breytingum á Samþykkt um styrki til námsleyfa sérmenntaðs starfsfólks Akureyrarbæjar sem samþykkt var á fundi fræðslunefndar 4. febrúar 2019.
Kjarasamninganefnd samþykkir tillögu fræðslunefndar og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 3628. fundur - 21.02.2019

Liður 2 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 11. febrúar 2019:

Lögð fyrir tillaga að breytingum á Samþykkt um styrki til námsleyfa sérmenntaðs starfsfólks Akureyrarbæjar sem samþykkt var á fundi fræðslunefndar 4. febrúar 2019.

Kjarasamninganefnd samþykkir tillögu fræðslunefndar og vísar henni til afgreiðslu í bæjarráði.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á Samþykkt um styrki til námsleyfa sérmenntaðs starfsfólks.