Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál 2018

Málsnúmer 2019020006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3626. fundur - 07.02.2019

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 31. janúar 2019 frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 21. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0434.html

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til ungmennaráðs til umræðu og umsagnar. Jafnframt óskar bæjarráð eftir því að fulltrúar ungmennaráðs komi á fund bæjarráðs 21. febrúar nk. og kynni umsögn sína.

Bæjarráð - 3628. fundur - 21.02.2019

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 7. febrúar sl. og þá var ákveðið að óska eftir því að ungmennaráð tæki frumvarpið til umræðu og umsagnar.

Ari Orrason og Jörundur Guðni Sigurbjörnsson fulltrúar í ungmennaráði mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat einnig fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fulltrúum ungmennaráðs fyrir komuna og gagnlegar umræður.

Bæjarráð tekur undir umsögn ungmennaráðs og felur bæjarstjóra að senda inn umsögn bæjarins ásamt umsögn ungmennaráðs.