Íþróttabandalag Akureyrar ÍBA - samskipti við íþróttaráð

Málsnúmer 2016040029

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 190. fundur - 18.04.2016

Stjórn ÍBA mætti á fund íþróttaráðs til umræðna um íþróttastarf á Akureyri.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður, Þóra Leifsdóttir framkvæmdarstjóri, Ármann Ketilsson, Erlingur Kristjánsson og Hörður Sigurharðarson mættu fyrir hönd ÍBA til fundarins.
Íþróttaráð þakkar stjórn ÍBA fyrir komuna á fundinn.

Formanni og forstöðumanni íþróttamála falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3531. fundur - 24.11.2016

Farið yfir málefni ÍBA. Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA og Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður íþróttaráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fundinn undir þessum lið.Bæjarfulltrúarnir Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista og Eva Hrund Einarsdóttir D-lista sátu jafnframt fundinn undir þessum lið.