Stjórnsýslubreytingar 2016

Málsnúmer 2016090161

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3523. fundur - 29.09.2016

Lagðar fram tillögur ráðgjafa Capacent til stjórnkerfisnefndar bæjarráðs Akureyrarbæjar að breytingum á stjórnskipulagi hjá Akureyrarbæ. Tillögurnar byggja á greiningu og mati ráðgjafa, umræðum á fundum stjórnkerfisnefndar ásamt samtölum og vinnustofum með starfsfólki. Markmið breytinganna sem af tillögunum leiða er að laga stjórnsýslu bæjarins að breyttum tímum og ná fram aukinni skilvirkni til hagsbóta fyrir bæjarbúa. Frá því núverandi stjórnskipulagi var komið á hafa orðið miklar breytingar á verkefnum og rekstri bæjarins sem mikilvægt er að bregðast við. Með stjórnsýsluumbótum verður stjórnsýslueiningum í skipuriti Akureyrarbæjar fækkað úr 14 í 10 með því að sameina deildir með skylda starfsemi í svið með það að markmiði að auka faglegan styrk, yfirsýn og stytta boðleiðir. Einnig verða gerðar breytingar á fastanefndum og þeim fækkað.

Hjá bænum verða sex þjónustusvið: Fjölskyldusvið, búsetusvið, fræðslusvið, umhverfis- og mannvirkjasvið, skipulagssvið og samfélagssvið og tvö stoðsvið: stjórnsýslusvið og fjármálasvið.

Helstu breytingar við núverandi stjórnskipulag eru að: Fjármálaþjónusta og hagþjónusta verða sameinaðar í fjársýslusvið og starfsmannaþjónusta og skrifstofa Ráðhúss verða sameinaðar í stjórnsýslusvið. Framkvæmdadeild og Fasteignir Akureyrarbæjar verða sameinaðar í umhverfis- og mannvirkjasvið og samfélags- og mannréttindadeild og Akureyrarstofa sameinuð í samfélagssvið. Verkefni skólateymis á fjölskyldudeild munu tilheyra fræðslusviði og verkefni húsnæðisskrifstofu munu tilheyra fjölskyldusviði. Skoðað verður annað rekstrarfyrirkomulag á Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar.

Til samræmis við ofantalið verður nefndafyrirkomulag eftirfarandi: Umhverfisnefnd, framkvæmdaráð og stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar verða sameinuð í umhverfis- og mannvirkjaráði, samfélags- og mannréttindaráð og íþróttaráð verða sameinuð í frístundaráði og verkefni atvinnumálanefndar verða færð til stjórnar Akureyrarstofu.

Nýtt stjórnskipulag tekur gildi 1. janúar 2017.

Í tillögum Capacent er gert ráð fyrir stofnun aðgerðahóps sem starfi með bæjarstjóra að framkvæmd breytinganna.
Bæjarráð samþykkir tillögur Capacent að breytingum á stjórnkerfi Akureyrarbæjar og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn. Með þessum breytingum er stjórnsýsla Akureyrarbæjar aðlöguð að breyttum tímum. Frá því núverandi stjórnskipulagi var komið á hafa orðið miklar breytingar á verkefnum og rekstri bæjarins sem mikilvægt er að bregðast við. Það er markmið bæjarráðs að umbæturnar leiði til aukinnar skilvirkni, bættrar þjónustu og betri rekstrar sem er til hagsbóta fyrir bæjarbúa.

Bæjarráð skipar Matthías Rögnvaldsson og Sóleyju Björk Stefánsdóttur í aðgerðahóp sem mun starfa með bæjarstjóra að framkvæmd breytinganna.

Bæjarstjórn - 3398. fundur - 04.10.2016

1. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 29. september 2016:

Lagðar fram tillögur ráðgjafa Capacent til stjórnkerfisnefndar bæjarráðs Akureyrarbæjar að breytingum á stjórnskipulagi hjá Akureyrarbæ. Tillögurnar byggja á greiningu og mati ráðgjafa, umræðum á fundum stjórnkerfisnefndar ásamt samtölum og vinnustofum með starfsfólki. Markmið breytinganna sem af tillögunum leiða er að laga stjórnsýslu bæjarins að breyttum tímum og ná fram aukinni skilvirkni til hagsbóta fyrir bæjarbúa. Frá því núverandi stjórnskipulagi var komið á hafa orðið miklar breytingar á verkefnum og rekstri bæjarins sem mikilvægt er að bregðast við. Með stjórnsýsluumbótum verður stjórnsýslueiningum í skipuriti Akureyrarbæjar fækkað úr 14 í 10 með því að sameina deildir með skylda starfsemi í svið með það að markmiði að auka faglegan styrk, yfirsýn og stytta boðleiðir. Einnig verða gerðar breytingar á fastanefndum og þeim fækkað.

Hjá bænum verða sex þjónustusvið: Fjölskyldusvið, búsetusvið, fræðslusvið, umhverfis- og mannvirkjasvið, skipulagssvið og samfélagssvið og tvö stoðsvið: stjórnsýslusvið og fjármálasvið.

Helstu breytingar við núverandi stjórnskipulag eru að: Fjármálaþjónusta og hagþjónusta verða sameinaðar í fjársýslusvið og starfsmannaþjónusta og skrifstofa Ráðhúss verða sameinaðar í stjórnsýslusvið. Framkvæmdadeild og Fasteignir Akureyrarbæjar verða sameinaðar í umhverfis- og mannvirkjasvið og samfélags- og mannréttindadeild og Akureyrarstofa sameinuð í samfélagssvið. Verkefni skólateymis á fjölskyldudeild munu tilheyra fræðslusviði og verkefni húsnæðisskrifstofu munu tilheyra fjölskyldusviði. Skoðað verður annað rekstrarfyrirkomulag á Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar.

Til samræmis við ofantalið verður nefndafyrirkomulag eftirfarandi: Umhverfisnefnd, framkvæmdaráð og stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar verða sameinuð í umhverfis- og mannvirkjaráði, samfélags- og mannréttindaráð og íþróttaráð verða sameinuð í frístundaráði og verkefni atvinnumálanefndar verða færð til stjórnar Akureyrarstofu.

Nýtt stjórnskipulag tekur gildi 1. janúar 2017.

Í tillögum Capacent er gert ráð fyrir stofnun aðgerðahóps sem starfi með bæjarstjóra að framkvæmd breytinganna.

Bæjarráð samþykkir tillögur Capacent að breytingum á stjórnkerfi Akureyrarbæjar og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn. Með þessum breytingum er stjórnsýsla Akureyrarbæjar aðlöguð að breyttum tímum. Frá því núverandi stjórnskipulagi var komið á hafa orðið miklar breytingar á verkefnum og rekstri bæjarins sem mikilvægt er að bregðast við. Það er markmið bæjarráðs að umbæturnar leiði til aukinnar skilvirkni, bættrar þjónustu og betri rekstrar sem er til hagsbóta fyrir bæjarbúa.

Bæjarráð skipar Matthías Rögnvaldsson og Sóleyju Björk Stefánsdóttur í aðgerðahóp sem mun starfa með bæjarstjóra að framkvæmd breytinganna.
Bæjarstjórn staðfestir tillögur Capacent að breytingum á stjórnkerfi Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn staðfestir skipan þeirra Matthíasar Rögnvaldssonar og Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur í aðgerðahóp sem mun starfa með bæjarstjóra að framkvæmd breytinganna með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3525. fundur - 13.10.2016

Óskað eftir heimild fyrir bæjarstjóra og aðgerðahóp um að auglýsa stöður sviðsstjóra.
Bæjarráð samþykkir framlagðar starfslýsingar. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra og aðgerðahópi umboð til að auglýsa stöður sviðsstjóra lausar til umsóknar og ganga frá ráðningum í samráði við bæjarráð.

Í upphafi þessa dagskrárliðar tók Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs aftur við stjórn fundarins.

Bæjarráð - 3531. fundur - 24.11.2016

Bæjarstjórn staðfesti á fundi sínum 4. október sl. tillögur að breytingum á stjórnsýslu Akureyrarbæjar og skipan bæjarfulltrúanna Matthíasar Rögnvaldssonar og Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur í innleiðingarhóp sem starfi með bæjarstjóra að framkvæmd breytinganna og ráðningu nýrra sviðsstjóra.

Í stjórnsýslubreytingunum fólst m.a. að lögð verða niður átta störf embættismanna og í staðinn voru auglýst fjögur störf sviðsstjóra. Nýtt skipurit Akureyrarbæjar tekur gildi 1. janúar 2017.

Bæjarstjóri kynnti ákvörðun um að gengið verði til samninga við Dan J. Brynjarsson um starf sviðsstjóra fjársýslusviðs, Kristin J. Reimarsson um starf sviðsstjóra samfélagssviðs, Höllu Margréti Tryggvadóttur um starf sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og Guðríði Friðriksdóttur um starf sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs.



Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri vék af fundi kl. 14.00.

Íþróttaráð - 201. fundur - 01.12.2016

Stjórnsýslubreytingar lagðar fram til kynningar.

Þórunn Sif Harðardóttir D-lista bókaði eftirfarandi:

Í samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar sem samþykkt var í bæjarstjórn í seinna sinn 17. mars 2015, segir í 50. gr. um ráðning í æðstu stjórnunarstöður: „Bæjarstjóri, í umboði bæjarstjórnar og að fenginni umsögn viðkomandi fagnefnda, ræður embættismenn sem heyra beint undir hann í skipuriti svo og framkvæmdastjóra fyrirtækja með sjálfstæðan fjárhag sem eru í eigu bæjarsjóðs og veitir þeim lausn frá starfi.“

Í ljósi þessa ákvæðis geri ég alvarlega athugasemd við þá ákvörðun bæjarstjóra að leita ekki eftir umsögn íþróttaráðs við ráðningu í stöðu sviðsstjóra samfélagssviðs.

Bæjarráð - 3534. fundur - 08.12.2016

Gunnar Gíslason D-lista óskaði eftir umræðu um stjórnsýslubreytingar.
Gunnar Gíslason lagði fram eftirfarandi bókun:

Í samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar sem samþykkt var í bæjarstjórn í seinna sinn 17. mars 2015, segir í 50. gr. um ráðningu í æðstu stjórnunarstöður: „Bæjarstjóri, í umboði bæjarstjórnar og að fenginni umsögn viðkomandi fagnefnda, ræður embættismenn sem heyra beint undir hann í skipuriti svo og framkvæmdastjóra fyrirtækja með sjálfstæðan fjárhag sem eru í eigu bæjarsjóðs og veitir þeim lausn frá starfi.“

Í ljósi þessa ákvæðis geri ég alvarlega athugasemd við að bæjarstjóri lagði ákvörðun sína um ráðningu í stöður sviðsstjóra fjársýslusviðs og stjórnsýslusviðs, aðeins fram til kynningar en ekki umsagnar í bæjarráði eins og kveðið er á um í samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar. Þá geri ég einnig alvarlega athugasemd við þá ákvörðun bæjarstjóra að leita ekki eftir umsögn stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og framkvæmdaráðs við ráðningu í stöðu sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og stjórnar Akureyrarstofu, íþróttaráðs og samfélags- og mannréttindaráðs við ráðningu í stöðu sviðsstjóra samfélagssviðs. Þessar ákvarðanir bæjarstjóra ganga gegn reglum og samþykktum Akureyrarkaupstaðar, því núverandi nefndaskipan segir til um það hvaða nefndir eru fagnefndir þar til aðrar fagnefndir hafa verið skipaðar í þeirra stað. Þá er rétt að benda á það að þótt bæjarráð samþykki að fela bæjarstjóra að ganga frá ráðningum í ákveðnar stöður, getur það ferli aldrei farið gegn gildandi reglum sem bæjarstjórn hefur samþykkt.


Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun og greinargerð sem unnin var í samráði við lögmann. Bæjarstjóri lagði einnig fram yfirlit yfir feril stjórnsýslubreytinga.

Samkvæmt 50. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar ræður bæjarstjóri í umboði bæjarstjórnar embættismenn sem heyra beint undir hann að fenginni umsögn viðkomandi nefnda. Með þeim breytingum sem samþykktar hafa verið á stjórnkerfi bæjarins, og unnið er að, er horfið frá eldra skipulagi. Full samstaða var um, að fela bæjarráði, sem sérstakri stjórnsýslunefnd, og bæjarstjóra að innleiða breytingarnar. Þegar þetta er haft í huga og þær breytingar sem koma til framkvæmda á nefndaskipan bæjarins 1. janúar nk. er ljóst að nefnd fyrirmæli samþykkta Akureyrarkaupstaðar eiga eins og hér stendur á ekki við og takmarka því ekki vald bæjarstjóra til þess að ráða umrædda stjórnendur. Bæjarráð fól bæjarstjóra og fulltrúum bæjarráðs að auglýsa hinar nýju stöður sviðsstjóra og ganga frá ráðningum. Fullkomið samráð var haft við fulltrúa bæjarráðs frá minni- og meirihluta sem skipaðir voru í ráðningarferlið. Bæjarráð hefur samþykkt samhljóða reglur um réttindi, skyldur og launakjör æðstu stjórnenda Akureyrarbæjar þar sem fram kemur í viðauka hvaða störf er um að ræða. Bæjarráð sem stjórnsýslunefnd og bæjarstjórn bera fulla ábyrgð á stjórnsýslubreytingunum og ráðningarferlinu. Fullkomin samstaða var innan bæjarráðs og þar með meðal oddvita bæjarstjórnar um stjórnsýslubreytingarnar og ákvörðun um ráðningarferlið. Bæjarstjóri vann málið í samræmi við það.

Samfélags- og mannréttindaráð - 193. fundur - 13.12.2016

Stjórnsýslubreytingar lagðar fram til kynningar.
Heiðrún Ósk Ólafsdóttir D-lista bókaði eftirfarandi:

Í samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar sem samþykkt var í bæjarstjórn í seinna sinn 17. mars 2015, segir í 50. gr. um ráðningu í æðstu stjórnunarstöður: „Bæjarstjóri, í umboði bæjarstjórnar og að fenginni umsögn viðkomandi fagnefnda, ræður embættismenn sem heyra beint undir hann í skipuriti svo og framkvæmdastjóra fyrirtækja með sjálfstæðan fjárhag sem eru í eigu bæjarsjóðs og veitir þeim lausn frá starfi.“

Í ljósi þessa ákvæðis geri ég alvarlega athugasemd við þá ákvörðun bæjarstjóra að leita ekki eftir umsögn samfélags- og mannréttindaráðs við ráðningu í stöðu sviðsstjóra samfélagssviðs.



Meirihluti fulltrúa í samfélags- og mannréttinda bókar:

Meiriluti samfélags- og mannréttindaráðs bendir á að bókuninni hefur þegar verið svarað á fundi bæjarráðs dagsett 8. desember 2016.

Bæjarráð - 3538. fundur - 05.01.2017

1. liður í dagskrá bæjarráðs dagsett 19. desember 2016:

Ráðningar millistjórnenda á ný svið

2016120016

12. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 15. desember 2016:

Rætt um fyrirkomulag ráðninga millistjórnenda á ný svið Akureyrarbæjar.

Bæjarráð samþykkir að kalla til auka bæjarráðsfundar mánudaginn 19. desember kl. 08:00 til að ræða málið frekar.

Gunnar Gíslason D-lista óskar bókað:

Ég legg til að sá aðgerðahópur sem skipaður var af bæjaráði til að vinna að innleiðingu stjórnsýslubreytinga sem samþykktar hafa verið, verði lagður niður. Það er búið að ráða sviðsstjóra og það er þeirra hlutverk í samráði við sína starfsmenn og bæjarstjóra að skipa málum hver á sínu sviði. Ef fram koma tillögur um breytingu á skipuriti sviða í þeirri vinnu verða þær tillögur lagðar fyrir viðkomandi fagnefnd og stjórnsýslunefnd.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Matthías Rögnvaldsson L-lista, Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lögðu fram tillögu um að ekki yrði tekin afstaða til tillögu Gunnars á þessum fundi.

Tillagan var samþykkt með atkvæðum meirihluta bæjarráðs.

Gunnar Gíslason D-lista greiddi atkvæði á móti tillögunni og Preben Jón Pétursson Æ-lista sat hjá.
Meirihluti bæjarráðs getur ekki fallist á áður framkomna tillögu Gunnars Gíslasonar. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti samhljóða þann 4. október sl. tillögu bæjarráð frá 29. september sl. um að skipa þau Matthías Rögnvaldsson og Sóleyju Björk Stefánsdóttur í aðgerðahóp til að starfa með bæjarstjóra að framkvæmd stjórnsýslubreytinganna. Mikilvægt er að aðgerðahópurinn, í umboði bæjarráðs, hafi áfram eftirlit með innleiðingarferlinu. Jafnframt leggur meirihluti bæjarráðs áherslu á að bæjarráð verði upplýst um framgang innleiðingarinnar.

Meirihluti bæjarráðs samþykkti framlagða bókun.

Gunnar Gíslason D-lista greiddi atkvæði á móti.



Gunnar Gíslason D-lista óskar bókað:

Ég tel að aðgerðahópinn eigi að leggja niður og bæjarráð taki að sér hlutverk hans innan þeirra marka sem stjórnsýslureglur Akureyrarkaupstaðar gefa tilefni til. Það er að minnsta kosti ljóst að aðgerðahópurinn starfar ekki lengur í mínu umboði sem bæjarfulltrúa í bæjarráði.

Bæjarráð - 3562. fundur - 20.07.2017

Bæjarstjóri fór yfir stöðu stjórnsýslubreytinga.