Háskólinn á Akureyri - Vísindaskóli unga fólksins - styrkumsókn

Málsnúmer 2016110084

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 192. fundur - 15.11.2016

Erindi frá Háskólanum á Akureyri, dagsett í tölvupósti 21. október 2016, þar sem óskað er eftir styrk vegna Vísindaskóla unga fólksins.
Samfélags- og mannréttindaráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3531. fundur - 24.11.2016

8. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 15. nóvember 2016:

Erindi frá Háskólanum á Akureyri, dagsett í tölvupósti 21. október 2016, þar sem óskað er eftir styrk vegna Vísindaskóla unga fólksins.

Samfélags- og mannréttindaráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir styrk til Vísindaskóla unga fólksins að upphæð kr. 500.000 en gert er ráð fyrir þeirri styrkupphæð í fjárhagsáætlun ársins 2017.