Þróun fasteignamats atvinnuhúsnæðis og álagning fasteignaskatta

Málsnúmer 2016090154

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3531. fundur - 24.11.2016

Erindi dagsett 15. nóvember 2016 frá Félagi atvinnurekenda (FA) þar sem óskað er eftir rökstuðningi Akureyrarkaupstaðar fyrir beitingu heimilda í lögum til að leggja álag á fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði. Að auki óskar FA upplýsinga um hvort kostnaðarmat liggi að baki ákvörðunar sveitarfélagsins að beita álagsheimildinni.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins.

Bæjarráð - 3533. fundur - 01.12.2016

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 24. nóvember 2016:

Erindi dagsett 15. nóvember 2016 frá Félagi atvinnurekenda (FA) þar sem óskað er eftir rökstuðningi Akureyrarkaupstaðar fyrir beitingu heimilda í lögum til að leggja álag á fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði. Að auki óskar FA upplýsinga um hvort kostnaðarmat liggi að baki ákvörðunar sveitarfélagsins að beita álagsheimildinni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að undirbúa svar og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Bæjarráð - 3535. fundur - 15.12.2016

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 1. desember og 24. nóvember 2016:

Erindi dagsett 15. nóvember 2016 frá Félagi atvinnurekenda (FA) þar sem óskað er eftir rökstuðningi Akureyrarkaupstaðar fyrir beitingu heimilda í lögum til að leggja álag á fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði. Að auki óskar FA upplýsinga um hvort kostnaðarmat liggi að baki ákvörðunar sveitarfélagsins að beita álagsheimildinni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að undirbúa svar og frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda framlögð drög að svari til bréfritara.