Stytting vinnuviku

Málsnúmer 2016060105

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3395. fundur - 21.06.2016

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskaði eftir umræðu um styttingu vinnuvikunnar hjá Akureyrarbæ.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að fela bæjarráði að kostnaðargreina og skilgreina tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma án launaskerðingar og leggja niðurstöður fyrir bæjarstjórn fyrir árslok 2016.


Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.
Hlé var gert á fundi frá kl. 17:10 til 17:45.

Bæjarráð - 3531. fundur - 24.11.2016

2. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 21. júní 2016:

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að fela bæjarráði að kostnaðargreina og skilgreina tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma án launaskerðingar og leggja niðurstöður fyrir bæjarstjórn fyrir árslok 2016.Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3537. fundur - 22.12.2016

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 24. nóvember 2016:

2. liður í fundargerð bæjarstjórnar dagsett 21. júní 2016:

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að fela bæjarráði að kostnaðargreina og skilgreina tilraunaverkefni um styttingu vinnutíma án launaskerðingar og leggja niðurstöður fyrir bæjarstjórn fyrir árslok 2016.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða bókun með 11 samhljóða atkvæðum.
Bæjarráð felur starfsmannastjóra og mannauðsráðgjafa að taka saman upplýsingar um sambærileg verkefni í öðrum sveitarfélögum og ráðuneytum hér á landi sem og í nágrannalöndum og leggja jafnframt fram tillögur um hugsanleg tilraunaverkefni.

Bæjarráð - 3559. fundur - 29.06.2017

Á fundi bæjarráðs þann 22. desember 2016 fól bæjarráð starfsmannastjóra og mannauðsráðgjafa að taka saman upplýsingar um sambærileg verkefni í öðrum sveitarfélögum og ráðuneytum hér á landi sem og í nágrannalöndum og leggja jafnframt fram tillögur um hugsanleg tilraunaverkefni.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Birna Eyjólfsdóttir mannauðsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Höllu Margréti og Birnu fyrir yfirferðina og felur þeim að fylgjast náið með þróun mála í þeim tilraunaverkefnum sem í gangi eru hjá Reykjavíkurborg og ríkinu og fjallað er um meðfylgjandi greinargerð.