Stefnumótun og starfsáætlun félagsmálaráðs 2014-2018

Málsnúmer 2014090101

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1191. fundur - 17.09.2014

Rætt um áherslur félagsmálaráðs í starfsáætlun fyrir kjörtímabilið. Fyrir liggur starfsáætlun síðasta kjörtímabils og langtímaáætlun.

Félagsmálaráð áformar að nýta næstu fundi til að vinna að stefnumótun og starfsáætlun í samræmi við umræður á fundinum.

Félagsmálaráð - 1193. fundur - 30.09.2014

Unnið að stefnumótun félagsmálaráðs fyrir kjörtímabilið 2014-2018.

Velferðarráð - 1207. fundur - 15.04.2015

Lögð fram áætlun um hvenær hver og ein nefnd flytur erindi í bæjarstjórn um starfsáætlun og stefnu. Velferðarráð er áætlað með erindi 5. maí næstkomandi.

Velferðarráð - 1208. fundur - 06.05.2015

Formaður velferðarráðs, Sigríður Huld Jónsdóttir, lagði fram minnispunkta um gerð velferðarstefnu.
Velferðarráð fór yfir minnispunktana og var formanni velferðarráðs falið að hefja vinnu að ráðningu verkefnastjóra velferðarstefnu.

Velferðarráð - 1254. fundur - 07.06.2017

Lögð fram til kynningar og umræðu drög að starfsáætlunum vegna ársins 2018 fyrir búsetusvið, fjölskyldusvið og Öldrunarheimili Akureyrar.

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1255. fundur - 21.06.2017

Lögð fram drög að starfsáætlun fjölskyldusviðs 2018.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1258. fundur - 06.09.2017

Lagðar voru fram starfsáætlanir búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður skrifstofu fjölskyldusviðs, Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1260. fundur - 20.09.2017

Lagðar voru fram starfsáætlanir búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið. Einnig Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetusviðs og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri Öldrunarheimila Akureyrar.
Velferðarráð frestar afgreiðslu.

Velferðarráð - 1261. fundur - 27.09.2017

Lagðar voru fram starfsáætlanir búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar.

Karólína Gunnarsdóttir forstöðumaður skrifstofu fjölskyldusviðs, Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar lögðu fram fjárhagsáætlanir sinna sviða fyrir árið 2018.

Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetusviðs og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri Öldrunarheimila Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir framlagðar áætlanir.

Velferðarráð - 1271. fundur - 07.02.2018

Farið yfir endurskoðaðar starfsáætlanir fjölskyldusviðs, búsetusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar, með hliðsjón af samþykktri fjárhagsáætlun ársins 2018.
Velferðarráð felur sviðsstjórum að uppfæra útgönguspár ársins 2017 í rauntölur.