Grófin - geðverndarmiðstöð - ósk um fjárhagsstuðning

Málsnúmer 2014030277

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1184. fundur - 23.04.2014

Erindi dags. 21. mars 2014 frá stjórn Geðverndarfélags Akureyrar og nágrennis þar sem óskað er eftir viðræðum um fjárstuðning við Grófina - geðverndarmiðstöð.

Félagsmálaráð telur verkefnið afar brýnt fyrir einstaklinga sem glíma við geðsjúkdóma og aðstandendur þeirra, en að það sé hlutverk ríkisins að koma að fjármögnun slíkrar þjónustu.

Í velferðarráðuneyti liggur fyrir erindi dags. 1. júlí 2013 frá bæjarstjóra Akureyrarkaupstaðar með ósk um viðræður vegna þjónustu við fólk með geðraskanir meðal annars vegna reksturs Grófar - geðverndarmiðstöðvar. Velferðarráðuneytið hefur nú svarað erindinu og mun boða til fundar á næstu dögum. Félagsmálaráð hefur miklar væntingar til þess að fundurinn skili árangri og óskar eftir að málið verði tekið upp á næsta fundi ráðsins.

Félagsmálaráð - 1186. fundur - 28.05.2014

Tekið fyrir að nýju erindi frá Geðverndarfélagi Akureyrar, en málið var á dagskrá ráðsins 23. apríl sl.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti fund með fulltrúum velferðarráðuneytis. Málið er ennþá í vinnslu.

Félagsmálaráð - 1194. fundur - 01.10.2014

Erindi dagsett 21. mars 2014 og 25. ágúst 2014 frá stjórn Geðverndarfélags Akureyrar og nágrennis þar sem óskað er eftir viðræðum um fjárstuðning við Grófina - geðverndarmiðstöð. Málið var áður á dagskrá félagsmálaráðs 28. apríl 2014.
Jafnframt lagði Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar fram greinargerð dagsetta 26. september 2014 með yfirliti yfir þjónustu við geðfatlað fólk á Akureyri.
Ólafur Örn Torfason forstöðumaður búsetuþjónustu geðfatlaðra sat fund félagsmálaráðs undir þessum lið.

Soffía og Ólafur Örn fóru yfir þjónustu Akureyrarbæjar við fólk með geðraskanir og fólk í vímuefnavanda, samstarf við aðra opinbera aðila sem veita þjónustu á sviðinu, svo og félagasamtök. Grófin - geðverndarmiðstöð sem rekin er af Geðverndarfélagi Akureyrar er nýjasta úrræðið á Akureyri í þjónustu við fólk með geðraskanir. Félagið hefur óskað eftir styrk frá Akureyrarbæ um rekstur miðstöðvarinnar. Félagsmálaráð þakkar kynninguna og felur framkvæmdastjóra búsetudeildar að óska eftir að fulltrúar Geðverndarfélagsins mæti á næsta fund ráðsins til að veita nánari upplýsingar um Grófina.

Félagsmálaráð - 1195. fundur - 15.10.2014

Fulltrúar Grófarinnar geðverndarmiðstöðvar þau Friðrik Einarsson, Kristján Jósteinsson, Kristján Helgason og Valdís Eyja Pálsdóttir mættu á fundinn og kynntu starfsemi Grófarinnar og veittu nánari upplýsingar.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna og tilnefnir Soffíu Lárusdóttur framkvæmdastjóra búsetudeildar sem tengilið við Grófina.

Félagsmálaráð - 1199. fundur - 17.12.2014

Tekin fyrir ósk Grófarinnar - geðverndarmiðstöðvar um fjárhagsstuðning.
Félagsmálaráð getur ekki orðið við erindinu enda málið á borði Vinnumálstofnunar og velferðarráðuneytisins. Félagsmálaráð óskar jafnframt eftir að málið verði kynnt og rætt á fyrirhuguðum fundi með félags- og húsnæðismálaráðherra í janúar 2015.

Velferðarráð - 1206. fundur - 18.03.2015

Tekið fyrir erindi frá stjórn Geðverndarfélags Akureyrar og nágrennis dagsett 2. mars 2015 um rekstrarstyrk fyrir Grófina - geðverndarmiðstöð.
Velferðarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir ársreikningi Geðverndarfélagsins fyrir árið 2014.

Velferðarráð - 1207. fundur - 15.04.2015

Tekið fyrir að nýju erindi frá stjórn Geðverndarfélags Akureyrar og nágrennis dagsett 2. mars 2015, ósk um rekstrarstyrk fyrir Grófina - geðverndarmiðstöð, ásamt ársreikningum félagsins. Erindið var á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar þann 18. mars 2015.


Á fundi velgerðarráðs var lagt fram:



1. Ársreikningur Geðverndarfélags Akureyrar. Samkvæmt ársreikningi félagsins, sem rekur Grófina, á félagið töluvert eigið fé í árslok 2014 sem er tilkominn vegna sölu fasteignar Brálundar 1 (áður Álfabyggð 4) þar sem Akureyrarbær hafði rekið áfangaheimili fyrir fólk með geðraskanir.



2. Bréf dagsett 22. september 2008 með ákvörðun félags- og tryggingamálaráðuneytisins, þar sem tveir starfsmenn (LB og RK) samþykkja f.h. ráðherra, að ráðuneytið samþykki sölu Álfabyggðar 4, enda renni andvirði eignarinnar til sambærilegs úrræðis á Akureyri.


3. Yfirlýsingu formanns Geðverndarfélagsins, frá 8. febrúar 2007, þess efnis að félagið lýsir því yfir að það muni ráðstafa andvirði Álfabyggðar 4 til byggingar húsnæðis í þágu geðfatlaðra á vegum Akureyrarbæjar.

Velferðarráð telur verkefni Grófarinnar afar brýn fyrir einstaklinga sem glíma við geðsjúkdóma og aðstandendur þeirra, en telur að það sé hlutverk ríkisins að koma að fjármögnun slíkrar þjónustu og hafnar því erindinu. Velferðaráð telur hins vegar að andvirði sölu Brálundar 1 (áður Álfbyggð 4), sem ætlað var til byggingar húsnæðis í þágu geðfatlaða, verði vel varið við rekstur Grófarinnar næstu fimm árin. Hvetur velferðarráð stjórn Geðverndarfélagsins til að leita eftir heimild ráðherra velferðarmála til að verja fjármununum á þann hátt.