Velferðarráð - vinabæjasamskipti 2015

Málsnúmer 2015040033

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1207. fundur - 15.04.2015

Lögð fram tilkynning/boð um næsta vinabæjamót í Västerås dagana 10.- 12. júní 2015. Umfjöllunarefni eða þema mótsins verður um velferðartækni í heimaþjónustu og á stofnunum, móttaka barna á flótta og vistunarúrræði barna og ungmenna, áherslur Västerås í fyrirbyggjandi starfi.
Velferðarráð samþykkir að einn fulltrúi frá ráðinu og einn starfsmaður frá búsetudeild fari á vinabæjamótið í Västerås og er forstöðumanni búsetudeildar falið að velja fulltrúa deildarinnar.

Velferðarráð - 1211. fundur - 24.06.2015

Jóhann Gunnar Sigmarsson varaformaður velferðarráðs og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar sögðu frá vinabæjamóti sem haldið var í Västerås í Svíþjóð 10.- 12. júní 2015.
Velferðarráð þakkar kynninguna.