Aflið - systursamtök Stígamóta - styrkbeiðni - samstarfssamningur 2015

Málsnúmer 2015040043

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1207. fundur - 15.04.2015

Lagt fram erindi frá Aflinu dagsett 3. mars 2015 þar sem óskað er eftir viðræðum við Akureyrarbæ um endurnýjun og endurskoðun samnings um þjónustu Aflsins.
Velferðarráð býður starfsmönnum Aflsins að kynna starfsemi sína fyrir ráðinu og óskar jafnframt eftir ársreikningi félagsins.

Velferðarráð - 1208. fundur - 06.05.2015

Beiðni frá Aflinu um endurnýjun á samstarfssamningi tekin fyrir að nýju. Fulltrúar Aflsins mættu á fundinn.
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar Ingibjörgu Þórðardóttur og Eyglóu Sigurðardóttur fulltrúum frá Aflinu fyrir kynninguna. Formaður velferðarráðs og framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar munu vinna að nýjum samningi.

Velferðarráð - 1227. fundur - 06.04.2016

Lögð fram drög að samningum við Aflið, annars vegar samstarfssamningi og hins vegar húsaleigusamningi vegna afnota af Gudmanns Minde, Aðalstræti 14 á Akureyri.
Velferðarráð felur Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar að vinna áfram með málið.

Velferðarráð - 1228. fundur - 27.04.2016

Samstarfssamningur Aflsins og Akureyrarbæjar tekinn fyrir að nýju.
Velferðarráð felur Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar að vinna málið áfram, það verður tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.

Skólanefnd - 7. fundur - 02.05.2016

Samstarfssamningur við Aflið lagður fram til kynningar.

Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.
Skólanefnd leggur til að mótaðar verði verklagsreglur um fræðslu- og kynningarheimsóknir í leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar.

Velferðarráð - 1229. fundur - 04.05.2016

Drög að samstarfssamningi við Aflið lagður fyrir að nýju auk leigusamnings vegna Gamla Spítala - Gudmanns Minde.
Velferðarráð samþykkir fyrirliggjandi samstarfssamning á milli Akureyrarbæjar og Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi og vísar honum til bæjarráðs.

Velferðarráð óskar eftir því að fjárheimild vegna Gudmanns Minde, Aðalstræti 14 verði flutt til þess að standa undir kostnaði við samninginn.

Ennfremur samþykkir velferðarráð fyrir sitt leyti fyrirliggjandi húsaleigusamning vegna Gudmanns Minde, Aðalstræti 14.

Bæjarráð - 3505. fundur - 12.05.2016

3. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 4. maí 2016:

Drög að samstarfssamningi við Aflið lagður fyrir að nýju auk leigusamnings vegna Gamla Spítala - Gudmanns Minde.

Velferðarráð samþykkir fyrirliggjandi samstarfssamning á milli Akureyrarbæjar og Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi og vísar honum til bæjarráðs.

Velferðarráð óskar eftir því að fjárheimild vegna Gudmanns Minde, Aðalstræti 14 verði flutt til þess að standa undir kostnaði við samninginn.

Ennfremur samþykkir velferðarráð fyrir sitt leyti fyrirliggjandi húsaleigusamning vegna Gudmanns Minde, Aðalstræti 14.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt samhljóða.

Sóley Björk Stefánsdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.


Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi húsaleigusamning, en vísar samstarfssamningi aftur til velferðarráðs.

Velferðarráð - 1230. fundur - 18.05.2016

Samstarfssamningur við Aflið var á dagskrá síðasta fundar og vísað til bæjarráðs. Bæjarráð vísaði samningnum aftur til nefndar.
Velferðarráð samþykkir fyrirliggjandi samstarfssamning milli Akureyrarbæjar og Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, með breytingum og vísar honum áfram til bæjarráðs. Velferðarráð óskar eftir því að fjárheimild vegna Gudmands Minde Aðalstræti 14 verði flutt til þess að standa undir kostnaði við samninginn.

Bæjarráð - 3506. fundur - 19.05.2016

Lögð fram að nýju drög að samstarfssamningi við Aflið. Áður á dagskrá bæjarráðs 12. maí sl.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Sóley Björk vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.Bæjarráð samþykkir framlagðan samstarfssamning.

Skólanefnd - 8. fundur - 23.05.2016

Samstarfssamningur um þjónustu sem Aflið mun veita einstaklingum og hópum, fræðslu- og kynningarstarf fyrir stofnanir Akureyrarbæjar og hópa fagfólks og forvarnastarf.

Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.
Skólanefnd samþykkir samninginn.