Búsetudeild - ráðstefna the Gentle Teaching International conference

Málsnúmer 2014120158

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1200. fundur - 07.01.2015

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar lagði fram minnisblað dagsett 2. janúar 2015 og óskaði eftir heimild félagsmálaráðs til að ganga til viðræðna við stjórn Alþjóðasamtaka Gentle Teaching um að halda árið 2016 alþjóðlega ráðstefnu samtakanna á Akureyri.
Félagsmálaráð þakkar kynninguna. Félagsmálaráð heimilar búsetudeild að ganga til viðræðna við stjórn Alþjóðasamtaka Gentle Teaching um að halda árið 2016 alþjóðlega ráðstefnu samtakanna á Akureyri.

Velferðarráð - 1207. fundur - 15.04.2015

Frá búsetudeild voru mættir Kristinn Már Torfason forstöðumaður og Gestur Guðrúnarson deildarstjóri, frá Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) var mættur Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri. Lögðu þeir fram upplýsingar um stöðu viðræðna við stjórn Alþjóðasamtaka Gentle Teaching um að halda árið 2016 alþjóðlega ráðstefnu samtakanna á Akureyri. Búsetudeild og ÖA óska eftir samþykki velferðarráðs til að halda alþjóðlega ráðstefnu samtakanna á Akureyri 13.- 15. september 2016.
Fulltrúar búsetudeildar og ÖA kynntu fjárhagsáætlun og fyrirkomulag alþjóðaráðstefnu Gentle theaching. Áætlað er að ráðstefnan standi undir sér fjárhagslega, kostnaður deildanna verður fólginn í greiðslu þátttökugjalda.

Velferðarráð telur jákvætt að ráðstefnan skuli haldin á Akureyri og veitir samþykki sitt fyrir því að búsetudeild og Öldrunarheimili Akureyrar haldi hana.

Velferðarráð - 1216. fundur - 07.10.2015

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynntu stöðu undirbúnings vegna alþjóðlegrar ráðstefnu um þjónandi leiðsögn (Gentle Teaching) sem haldin verður á Akureyri haustið 2016.
Ráðstefnan verður haldin 13.- 15. október 2016. Undirbúningshópur er að störfum og er heimasíða í vinnslu, http://gti2016.com/.