Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 22. ágúst 2018 (mál 2015010191):
Drög að velferðarstefnu Akureyrarbæjar sem unnin voru á nýliðnu kjörtímabili lögð fram til kynningar og umræðu. Velferðarráð 2014-2018 samþykkti drögin fyrir sitt leyti á fundi sínum 6. júní 2018 og vísaði þeim til bæjarstjórnar.
Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir framlögð drög fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.
Dagbjört Elín Pálsdóttir tók til máls og kynnti drög að velferðarstefnu Akureyrarbæjar 2018-2023.
Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir og Eva Hrund Einarsdóttir. Dagbjört Elín Pálsdóttir tók aftur til máls og svaraði athugasemdum.
Bæjarstjórn samþykkir framlögð drög að velferðarstefnu Akureyrarbæjar, sem gildir frá 2018 til 2023, og leggur áherslu á að aðgerðaáætlun ásamt mælikvörðum verði lögð fram innan sex mánaða.
Mál áður á dagskrá 30. janúar. Unnið að gerð aðgerðaáætlunar við velferðarstefnu Akureyrarbæjar.
Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð óskar eftir því að bæjarráð, frístundaráð, fræðsluráð, skipulagsráð, stjórn Akureyrarstofu og umhverfis- og mannvirkjaráð geri tillögur til velferðarráðs að aðgerðaáætlun vegna þeirra verkefna í velferðarstefnu Akureyrarbæjar er heyra undir þeirra svið.
Óskað er eftir að ráðin skili niðurstöðum sínum til velferðarráðs fyrir 1. mars.
Velferðarráð felur sviðsstjórum að ljúka uppsetningu tillagna að aðgerðaáætlun eins og rætt var á fundinum. Tillögurnar verða teknar fyrir á næsta fundi velferðarráðs þann 20. febrúar.
Velferðarráð samþykkti á fundi þann 6. febrúar 2019 að óska eftir því að bæjarráð, frístundaráð, fræðsluráð, skipulagsráð, stjórn Akureyrarstofu og umhverfis- og mannvirkjaráð geri tillögur til velferðarráðs að aðgerðaáætlun vegna þeirra verkefna í velferðarstefnu Akureyrarbæjar er heyra undir þeirra svið.
Óskað er eftir að ráðin skili niðurstöðum sínum til velferðarráðs fyrir 1. mars.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, sviðsstjóra fjársýslusviðs og formanni bæjarráðs að vinna tillögu að aðgerðaáætlun fyrir þau verkefni velferðarstefnunnar sem falla undir bæjarráð og leggja fyrir ráðið 28. febrúar nk.
Velferðarráð óskar eftir því að frístundaráð geri tillögur til velferðarráðs að aðgerðaáætlun vegna þeirra verkefna í velferðarstefnu Akureyrarbæjar er heyra undir þeirra svið.
Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð felur starfsmönnum að vinna aðgerðaáætlun og leggja svo fram til kynningar á næsta fundi.
Velferðarráð óskar eftir því að stjórn Akureyrarstofu geri tillögur til velferðarráðs að aðgerðaáætlun vegna þeirra verkefna í velferðarstefnu Akureyrarbæjar er heyra undir þeirra svið.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að vinna aðgerðaáætlun í samræmi við stefnuna.
Velferðarráð óskar eftir því að skipulagsráð geri tillögur til velferðarráðs að aðgerðaáætlun vegna þeirra verkefna í velferðarstefnu Akureyrarbæjar er heyra undir þeirra svið.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að vinna aðgerðaáætlun í samræmi við stefnuna og leggja fyrir næsta fund skipulagsráðs.
Velferðarráð óskar eftir því að umhverfis- og mannvirkjaráð geri tillögur til velferðarráðs að aðgerðaáætlun vegna þeirra verkefna í velferðarstefnu Akureyrarbæjar er heyra undir þeirra svið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að ræða við þá sviðsstjóra sem heyra undir velferðarráð til þess að skýra betur til hvers sé ætlast af umhverfis- og mannvirkjaráði í þessari vinnu.
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti undirbúning að uppsetningu og útgáfu aðgerðaáætlunar með velferðarstefnu sbr. tillögum sem reifaðar eru í tölvupósti þann 12. júní sl., frá Braga V. Bergmann hjá Fremri Almannatengslum.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur framkvæmdastjóra ÖA og sviðsstjórum fjölskyldusviðs og búsetusviðs að vinna áfram að verkefninu á þeim grunni sem kynntur var á fundinum.
Karólína Gunnarsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Laufey Þórðardóttir settur sviðsstjóri búsetusviðs komu og kynntu innihald velferðarstefnu Akureyrarbæjar vegna áranna 2018-2023 fyrir ráðinu.
Bragi V. Bergmann frá Fremri Almannatengsl, kom inn á fundinn undir þessum lið og kynnti væntanleg lok á vinnu við setja upp og samræma texta aðgerðaáætlunar velferðarstefnunnar.
Lögð fram aðgerðaáætlun sviða velferðarráðs en uppsetning var unnin af Fremri almannatengslum. Áætlunin er unnin og uppsett miðað við að skjalið sé aðgengilegt á vef bæjarins.
Næsti áfangi er að setja aðgerðir annarra sviða inn í þetta samræmda format.
Velferðarráð samþykkir framsetningu aðgerðaáætlunar sem nú fer til birtingar á heimasíðu Akureyrarbæjar. Jafnframt felur velferðarráð sviðsstjórum að setja af stað vinnu við að bæta aðgerðum annarra sviða inn í heildarskjalið.
Í umræðum tóku til máls Gunnar Gíslason, Eva Hrund Einarsdóttir, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Heimir Haraldsson, Lára Halldóra Eiríksdóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason ( í annað sinn), Halla Björk Reynisdóttir og Eva Hrund Einarsdóttir (í annað sinn).
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa drögunum til velferðarráðs til frekari vinnslu.