Velferðartækni miðstöð

Málsnúmer 2019070502

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1304. fundur - 07.08.2019

Lagt fram samkomulag dagsett 18. júlí 2019, um styrkveitingu um áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra til Öldrunarheimila Akureyrar vegna frumathugunar og þarfagreiningar á samstarfi sveitarfélaga og fleiri aðila um þjónustu og þekkingarmiðstöð á sviði velferðartækni.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá aðdraganda þessa verkefnis og áformum um framhalds þess.

Velferðarráð - 1327. fundur - 21.10.2020

Lögð fram til kynningar lokaskýrsla frá í febrúar 2020 vegna frumathugunar á fýsileika þess að stofna til "miðstöðvar á sviði velferðartækni á Norðurlandi". Skýrslan er afrakstur af styrk sem Eyþing veitti ÖA/Akureyrarbæ til þessa verkefnis.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá hvernig þetta verkefni ásamt norræna VOPD verkefninu (Vård och omsorg på distans) hafi leitt til þróunar á samstarfi á sviði velferðar- og heilbrigðistækni við Sjúkrahúsið á Akureyri og HSN. Fyrir var samstarf ÖA, búsetusviðs, fjölskyldusviðs og fræðslusviðs á sviði velferðartækni í norræna verkefninu VOPD.

Skýrslan var kynnt á ársfundi SSNE (samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra) þann 10. október sl.

Nánari upplýsingar ásamt glærum má finna á slóðinni: https://www.akureyri.is/oldrunarheimili/gaedi-og-throun/velferd-og-taekni/verkefni-i-gangi/midstod-velferdartaekni-nyskopun.