VOPD verkefnið - ráðgjöf um innleiðingu velferðartækni

Málsnúmer 2019080015

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1304. fundur - 07.08.2019

Öldrunarheimili Akureyrar lögðu í samstarfi við fræðslusvið, fjölskyldusvið og búsetusvið inn umsókn til Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar vegna þátttöku í norrænu verkefni um fjarþjónustu í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Verkefnið VOPD (Vård och omsorg på distans) felst í samstarfi og ráðgjöf frá sérfræðingum frá Norðurlöndunum og Norrænu velferðarmiðstöðinni (NVC) við að innleiða slíka þjónustu í starfsemi sveitarfélaga (sjá einnig: https://nordicwelfare.org/en/projekt/healthcare-and-care-with-distance-spanning-technologies/).

Verkefni Akureyrarbæjar sem áformað er að innleiða í þjónustustarfsemi fyrrgreindra sviða, er Memaxi, hug- og fjarbúnaður til samskipta, samþættingar og skipulags í þjónustu við notendur.

Ráðgert er að innleiðingarverkefnið verði unnið á næstu 6-10 mánuðum í samstarfi við notendur og starfsfólk og með ráðgjöf frá erlendum og innlendum sérfræðingum á sviði nýsköpunar.

Fræðsluráð - 13. fundur - 19.08.2019

Öldrunarheimili Akureyrar lögðu, í samstarfi við fræðslusvið, fjölskyldusvið og búsetusvið, inn umsókn til Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar vegna þátttöku í norrænu verkefni um fjarþjónustu í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Verkefnið VOPD (Vård och omsorg på distans) felst í samstarfi og ráðgjöf frá sérfræðingum frá Norðurlöndunum og Norrænu velferðarmiðstöðinni (NVC) við að innleiða slíka þjónustu í starfsemi sveitarfélaga.

Samþætting og skipulag þjónustunnar fer alfarið fram í hug- og fjarskiptabúnaðinum Memaxi. Ráðgert er að innleiðingarverkefnið verði unnið á næstu 6-10 mánuðum í samstarfi við notendur og starfsfólk og með ráðgjöf frá erlendum og innlendum sérfræðingum á sviði nýsköpunar.

Lagt fram til kynningar.

Öldungaráð - 4. fundur - 09.12.2019

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti málið.

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.

Öldungaráð - 6. fundur - 09.03.2020

Þann 18. mars næstkomandi ætla SAk og ÖA að halda sameiginlegt málþing þar sem farið verður yfir hvernig til tókst með innleiðingu á lausnum í fjarheilbrigðis- og velferðarþjónustu og hvaða lærdóm megi draga af þeirri vinnu sem fram hefur farið en einnig er ætlunin að horfa fram á við og þá sérstaklega með það fyrir augum hvernig heilbrigðisþjónustan og velferðarkerfið geti unnið saman að því að innleiða rafrænar lausnir á fyrirsjáanlegum verkefnum framtíðar innan þessara geira.

Málþingið verður haldið að Hlíð kl. 09:00 - 14:00.