Velferðarráð

1268. fundur 20. desember 2017 kl. 14:00 - 17:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Erla Björg Guðmundsdóttir formaður
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs
  • Steinunn Benna Hreiðarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Steinunn Benna Hreiðarsdóttir Fundarritari
Dagskrá
Inda B. Gunnarsdóttir L-lista mætti í forföllum Róberts Freys Jónssonar.
Halldóra Kristín Hauksdóttir B-lista boðaði forföll sem og varamaður hennar.

1.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2017

Málsnúmer 2017010088Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir 10 mánaða rekstur allra málaflokka.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

2.Beiðni um hjálp vegna húsnæðismála

Málsnúmer 2017120155Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá einstaklingi um hjálp í húsnæðismálum.

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi fjölskyldusviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla erindisins er bókuð í trúnarbók velferðarráðs.

3.Forvarnir - samstarf - eftirlit

Málsnúmer 2017110273Vakta málsnúmer

Farið yfir sameiginlegan fund velferðarráðs og frístundaráðs sem haldinn var 30. nóvember sl.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Katrín Árnadóttir félagsráðgjafi á fjölskyldusviði sátu fundinn undir þessum lið.

4.Afskriftir lána 2014-2020

Málsnúmer 2014120067Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga fjölskyldusviðs að afskriftum lána í fjárhagsaðstoð. Um er að ræða lán að upphæð kr. 1.268.534.
Velferðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

5.Skipulagsbreytingar á búsetusviði

Málsnúmer 2017100443Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um fyrirhugaða samþættingu heimaþjónustu Stoðar og Gránufélagsteymis.

Laufey Þórðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu búsetudeildar og Hlynur Már Erlingsson forstöðumaður heimaþjónustunnar Stoðar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð lýsir yfir ánægju með fyrirhugaða samþættingu.

6.Flutningur á starfsstöð heimaþjónustu A

Málsnúmer 2017120226Vakta málsnúmer

Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu A kynnti flutning starfsstöðvar heimaþjónustu A og aðseturs iðjuþjálfa í Víðilund 22.

7.Áfrýjun synjunar um félagslega heimaþjónustu

Málsnúmer 2014100040Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir áfrýjun í máli varðandi synjun um heimaþjónustu.

Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu A sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla erindisins er bókuð í trúnarbók velferðarráðs.

8.Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi

Málsnúmer 2017120160Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Höllu Bergþóru Björnsdóttur lögreglustjóra á Norðurlandi eystra dagsett 8. desember sl. um miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.
Velferðarráð tekur undir mat lögreglustjóra um mikilvægi þess að koma á fót miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri.

9.Samningar um öryggisgæslu 2017

Málsnúmer 2017080018Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi Akureyrarkaupstaðar, velferðarráðuneytis og Greiningarstöðvar ríkisins um öryggisgæslu sem gildir fyrir árið 2017 ásamt útreikningum á kostnaðarhlutdeild aðila.

Fundi slitið - kl. 17:00.